Kirkjuritið - 01.04.1954, Page 17

Kirkjuritið - 01.04.1954, Page 17
GLEÐIFREGN PÁSKANNA 159 Og nú tók gríska spekin undir með gyðinglegu klókind- unum. Nú tók hún á öllu sínu að kveða þessa páskafregn niður. Upprisuboðskapur var Grikkjum sama fjarstæðan enn, eins og þegar Páll postuli flutti hann fyrsta sinn á Aresarhæð í Aþenu. Einn grískur spekingur, Kelsos að nafni, réðst gegn trú kristinna manna snemma á 2. öld, og þá einkum gegn upprisukenningunni, af svo miklum skarpleika, að eg hefi fyrir satt, að hann hafi teflt fram öllum þeim rökum gegn upprisunni, sem fram hafa komið til þessa dags og nokk- Urs virði eru. En menn létu ekki sannfærast. Kristnin, reist á fregninni um upprisu Jesú Krists, fór sigurför, þjóð frá þjóð og öld fram af öld. Og enn í dag er hún flutt hér á íslandi, landi, sem þá var ekki til í landafræðinni, já, í heimsálfum, sem ekki voru til í landa- fræði þeirra alda. * Um svona mikla fregn er engin furða, þó að menn spyrji: Verður hún sönnuð? Um það hefir verið rætt í margar aldir. Eg held, að upprisa Jesú Krists sé viðburður þess eðlis, að hún verði aldrei studd beinum „vísindalegum" sönn- Unum. Og eg held meira að segja, að hún eigi ekki að vera það. Það, sem úr sker í slíkum málum, verður að vera frjálst val, eða hvað menn vilja kalla það: Trú, traust, stökk út 5 óvissuna, eitthvað svipað og það, sem lætur barnið, án allra raka, leita móðurfaðmsins, þegar það vill leita skjóls. En hvort sem fregnin um upprisu Jesú Krists verður sönnuð eða ekki, þá held eg því afdráttarlaust fram, að kristin trú verður að vera á því reist, að fregnin sé sönn. Á skröksögu, hversu heillandi og fögur sem hún er, verður lífsskoðun ekki reist. Og allra sízt væri það sæmandi um trúna á hann, sem sjálfur sagðist vera til þess fæddur, og

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.