Kirkjuritið - 01.04.1954, Page 19

Kirkjuritið - 01.04.1954, Page 19
GLEÐIFREGN PÁSKANNA 161 um ferðir þeirra eða orrustur. En það er háttur skálda, að lofa þann mest, er þá eru þeir fyrir. En engi myndi það þora, að segja sjálfum honum þau verk hans, er allir Þeir, er heyrði, vissi, að hégómi væri og skrök, og svo sjálfur hann. Það væri þá háð, en eigi lof.“ Þetta finnst mér eiga fullkomlega við um samtímafrá- sögn Páls postula í 1. Korintubréfi. * Það má því telja sannað, að þessir menn, sem kristn- ina báru út um heim í fyrstu, höfðu séð Jesú að eigin óliti. Lengra verður ekki komizt. Bak við skynjun og skiln- ingarvit þessara votta verður ekki komizt. En við þetta bætist svo saga nálega 2000 ára. I öllu nioldviðri lyginnar í þessum heimi er það þó huggunin niesta, að lygin er yfirleitt skammlíf og skammlífari en sannleikurinn. Aftur rennur lygi, þá sönnu mætir, segir niáltækið. Hún þolir aldrei ljósið, og ljósið fellur fyrr eða síðar á viðburðina. Lygin hefir ekki lífs gildi, vegna þess nð hún er blekking. Hún er það, sem er ekki, og á þvi, sem er ekki, verður ekki lifað til lengdar. Það hverfur, leysist upp, verður að engu. Það eitt, að upplýstustu þjóðir veraldarinnar, þær þjóð- in, sem flest menningarstig hafa sér að baki, hafa verið °g eru kristnar, þetta eitt er máttugasta sönnun fyrir sannleiksgildi upprisuboðskaparins, sem kristnin er reist á. * Og svo loks, þegar þessu máli er að ljúka, kem eg að einum aðalkjama málsins. En sá kjarni lifir og nærist °far öllum líkum og rökum og sögulegum sönnunum. Eg §et sætt mig við, að fara fáum orðum um þennan kjarna Páskaboðskaparins, því að hann er megin efni þess, sem 1 kristnum kirkjum er flutt um hverja páska. En það er persónuleg reynsla hverrar kynslóðar og hvers einstaklings. Það er þetta, sem gerir hina gömlu n

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.