Kirkjuritið - 01.04.1954, Page 23

Kirkjuritið - 01.04.1954, Page 23
HERRA ÓLAFUR HJALTASON 165 prestur í Miklagarði, á Grund og á Hrafnagili 18 vetra, en þeir Ólafur voru samtíma. Fyrstu árin i lúterskum sið finmrni vér sams konar dæmi. Ólafur biskup Hjaltason vígir sira Einar Sigurðsson til prests 18 vetra, líklega árið 1557, eftir fjögurra ára nám í Hólaskóla, og Guðbrand Þorláksson vígði herta Ólafur árið 1560, en þá var herra Guðbrandur 18 vetra. Astæðan fyrir þessum frávikum virðist einfaldlega vera sú, að mikill er þá prestaskortur. Á efri dögum Gottskálks er þetta afleiðing síðari plágunnar og mannfellisins árin 1495— 1496, en á dögum Ólafs bæði afleiðing plágunnar, því að enn ar þjóðin ekki fyllilega búin að rétta við, og afleiðing bylt- lrigar hins nýja siðar. Ennfremur má á það benda, að í sex skjölum frá árinu 1522 er Ólafur Hjaltason og nefndur prest- Ur5 og skortir þó enn á aldurinn. Staðreyndir þær, sem hér hafa verið taldar, sanna ummæli Sjávarborgarannáls, að herra Ólafur hafi alizt upp á Hólum n®r til 20 ára, og að sama brunni ber ummæli Jóns Þorkels- sonar í Specimen Islandiæ non barbaræ. Nú verða fyrir oss fyrstu flækjurnar í sögu herra Ólafs, sem greiða verður úr með gætni. Heimildir stangast á, þar Sern í sumum segir, að hann hafi verið við nám í Björgvin í Sex ár, aðrar segja í Hamborg, og lært þar latínu, sem hann siðarmeir eigi að hafa gleymt að nokkru. Svo eigi hann jafn- Vel að hafa verið prestur í Vesturhópshólum á sama tíma, en ytra eigi hann að hafa lært þá reformeruðu religion. Skarðsárannáll segir, að Ólafur Hjaltason hafi tekið prests- Vlgslu af Jóni Arasyni, en það ætti þá að hafa gjörzt eftir rmn 7. sept. 1524, vígsludag herra Jóns, sem kæmi prýðilega leim við aldur sira Ólafs. En hvernig má koma því heim Vlð skjölin 9 frá 1517 og 1522, þar sem um sama manninn ræðir? En einnig má spyrja á þessa leið: Hvenær fór hann í náms- orma, og hvenær hélt hann Vesturhópshóla? Ytra kynni hann að vera árin 1517—22, en þau verða ekki fleiri en tæp- le§>a fimm. Hins vegar hefir hann með fullkominni vissu ' er’ð prestur að Vesturhópshólum, þar sem hans eigin orð Uln það eru hermd í vitnisburði frá árinu 1595. 1 Prestatali Bókmenntafélagsins segir, að herra Ólafur hafi Verið prestur að Vesturhópshólum frá árinu 1520 til ársins

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.