Kirkjuritið - 01.04.1954, Side 25

Kirkjuritið - 01.04.1954, Side 25
HERRA ÓLAFUR HJALTASON 167 Eftir að heim kom 1525 virðist sira Ólafur hafa dvalizt á Hólum, en prófastur er hann skipaður hiim 20. júlí 1527 ínilli Vatnsdalsár, Vatnsskarðs og Hrauns á Skaga. Hélt hann því starfi í 5 ár samkvæmt eigin vitnisburði og hefir þá ef hl vill verið prestur í Vesturhópshólum. Næst virðist hann fara heim að Hólum, því að hans getur þar tvisvar á árinu 1533. Um þetta leyti mun hann hafa fengið erkibiskupssveit- lngu fyrir Grenjaðarstað, sem hann sleppir við sira Sigurð Jónsson Arasonar hinn 10. nóv. 1534. Þetta þarf eigi að rekast a við prestsskap sira Magnúsar Jónssonar Arasonar þar á Sa®a tíma. Hann er með vissu á lífi árið 1533, en talinn hafa 'indazt á næsta ári 1534. Samkvæmt máldaga Grenjaðarstaðar attu að vera þar prestar 2 og hinn þriðji, ef þing fylgdu til Reykja, djákn og súbdjákn og 2 aðrir klerkar, þeir er lesa mátlu í ,tíðum. Það vill stimdum gleymast, að prestar voru fleiri á höfuðkirkjum í kaþólskum sið. Að vísu er sira Magnús þefndur beneficiatus í heimild, en samkvæmt málvenju þeirra liðnu tíma merkir það fyrst og fremst, að hann hefir haft prestsembætti á höndum, en það er ekki ætíð hið sama og að vera fyrsti prestur á staðnnm eða staðarhaldari. Beneficium merkir embættið sjálft, en presturinn er talinn beneficiatus 111 fructibus et floribus, er hann jafnframt er staðarhaldari. Eftir þetta virðist sira Ólafur aftur dvelja á Hólum sem h'únaðarmaður herra Jóns og kirkjuprestur, en fær veitingu ^Uir Laufási hinn 25. apríl 1539. Áfram er hann þó trúnaðar- maður biskups og er enn kapellán hans árið 1540 eftir því, Sem hann segir sjálfm-. Orðið kapellán hefir þá aðra merkingu en nú. Á þeim tímum merkti það starf, sem einna helzt m®tti líkja við einkaritarastarf eða fulltrúastarf nú. Til Alþingis var sira Ólafur sendur með afsökunarbréf herra Jóns árið 1541, er Ögmundur biskup hafði verið hand- lekinn og herra Jóni þótti hættusamlegt að gefa sig of nærri Kristófer Hvítfeldt. Hið sama traust til sira Ólafs kemur og fram, er hann er sendur með þeim sira Sigurði, syni herra Jóns, og Isleifi e Grund, tengdasyni hans, á konungsfund síðsumars 1542. y- þann sama fund kom Gizur biskup Einarsson, og hittust Perr sendimennirnir oft á glöðum degi í Kaupmannahöfn og Urðu samferða til Þýzkalands um veturinn. Þá er það, sem

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.