Kirkjuritið - 01.04.1954, Side 33

Kirkjuritið - 01.04.1954, Side 33
HERRA ÓLAFUR HJALTASON 175 Ólafi farnaðist við sira Jón, eftirmann sinn, er hann gaf hon- uni vildisjörð, er hann kvæntist árið 1559, auk annarrar um- bunar, enda er svo sagt í afhendingu Laufásstaðar sama ár, að sira Jón væri ekki stórríkur maður. Og herra Ölafi farn- aðist og einkarvel við Halldór, bróður sira Jóns, er verið hafði í þjónustu hans um skeið. Gæti það ef til vill verið ábending um, að herra Ólafur hafi þar verið að hugna mág- um sínum. En á það eru einnig bornar brigður, að þau sira Jón og Sigriður hafi verið systkin. Sé það rétt, að Sigríður hafi verið systir sira Jóns, þá er það vart hugsanlegt, að hún hafi getað gifzt Nikulási Þorsteinssyni, þar sem þau væru þá of skyld, eða að öðrum og þriðja, enda má á það benda, að fyrir því hjónabandi finnst engin skjalleg heimild. Nikulás kernur að vísu fram í skjölum fáeinum vegna Sigríðar, en þá sem forsvarsmaður hennar, en ekki eiginmaður. Það má einnig benda á, að ártíðar Sigríðar Sigurðardóttur er ekki getið í Skinnastaðaártíðarskrá, þótt ártíðar Sigríðar Einars- 'lóttur frá Espihóli sé þar getið, en hún var í öllu falli kona Nikulásar frá 1548 til 1569, er hennar getur síðast i heimild- um. Nú skipta atriði eins og þessi nokkru máli, því að þess er getið, að Sigríður biskupsfrú hafi fallið í hórdóm og þau Olafur verið skilin með dómi á Alþingi. Segja heimildir, að hún hafi tekið framhjá með Bjarna lögréttumanni Sturlusyni Einarssonar Hálfdánarsonar. Um þetta hafa svo spunnizt mikl- ar kynjasögur, eins og gefur að skilja. Elzta frásögnin um hrösun Sigríðar mun vera samin af Slra Þórði Jónssyni í Hítardal um miðja 17. öld. Er sú saga 'hloinkennileg, því að þar getur, að herra Ólafi hafi orðið til kvenna, þar sem hann hefði verið í þingum við konu ®na úti í Noregi og svikið hana, og hefði hún látið leggja a hann lífsýki þá, er honum jafnan fylgdi. Og á það má óenda, að frásögnin þar í heild af æfi Ólafs er ærið missögð. En hvernig getur annað verið, þegar jafnvel annar eins maður °g Arngrímur lærði fer skakkt með ártöl og staðreyndir úr ^efi Ólafs og var þó nærri samtíða honum. f Landsbókasafni er varðveitt skjal eitt frá síðara hluta 18. eldar, sem er svar við ýmsum spurningum Hálfdáns Einars- sc>nar um Vallapresta aðallega. Skjal þetta er orðið frægt, þar

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.