Kirkjuritið - 01.04.1954, Page 39

Kirkjuritið - 01.04.1954, Page 39
HERRA ÓLAFUR HJALTASON 181 sunnudag eftir þrettánda heima á Hólum, meðan guðspjallið var lesið, en það var Brúðkaupið í Kana. Þann dag var hann vanur að halda mikið til og gjöra vinaveizlu þá. Þegar frmndrög rnn dánardægur herra Ólafs eru könnuð, Þá kemm eftirfarandi í ljós. Sigurðarregistur greinir svo frá, að biskupinn andaðist eftir jólin, þá skrifaðist 1569. ár. Með oðrum orðum stendur, að herra Ólafur hafi andazt eftir þrett- andann, hinn 6. janúar 1569, þegar lögð er merking þeirra tíða í orðið jól. Hinn 14. janúar 1569 gengur dómur á Bergs- stöðum, sem varðveitzt hefir í staðfestri afskrift frá árinu 1710. Þar er sagt um herra Ólaf: hvers sál Guð almáttugur hl eilífra fagnaða náðað hafi. — Þá er hann látinn. Það er því enginn vafi á, að frásögn Gottskálksannáls er rétt, þar sem segir, að hann hafi andazt heima á Hólum sunnudaginn tyrstan í miðjum vetri. Ártalið er hins vegar sagt vera 1568, en það stafar af því, að á þessu árabili notar annállinn aðra ersbyrjun en hina venjulegu (páskaár). Skarðsárannáll fylgir hér Gottskálksannál orðrétt. Fyrsti sunnudagur í miðjum vetri oHð 1569 er hinn fyrsti sunnudagur eftir þrettánda, er bar a hinn 9. janúar. Þá var guðspjalhð, sem kunnugt er: Þegar Jesús var tólf ára. Svo var og þá, svo sem sjá má af Stokk- hóhnsafskrift Guðspjallabókar hans. Það skal tekið fram, að eftir Ólaf Hjaltason liggur mikið °g farsælt starf. Honum tekst að leggja þann menningar- grundvöll, sem Guðbrandur biskup byggir svo glæsilega ofan a- En Ólafur Hjaltason fær aldrei sama sess í sögunni sem forveri hans og eftirmaður. Slík eru örlög hinna kyrrlátu og Htilmótlegu í landinu. Fyrir bragðið er eins og gat sé í sög- þnni. f ein tuttugu ár virðist mönnum ekkert markvert gjörast 1 Hólastifti. Þó eru þá sköpuð starfskilyrði herra Guðbrands eg starf hans að nokkru mótað fyrirfram. En herra Ólafur a Hólum er alþýðumaður af engri ætt. Afkomendur hans hverfa flestir í öðrum lið í gleymskunnar dá. Engir verða til Þess að halda vörð inn minningu hans eftir dauða hans. Og Htirmaður hans virðist hafa lagt á hann fæð og gjört lítið Ur honum, og getur þess ekki, sem geta mátti, að hann hafi llaft ómetanlegan stuðning af starfi forvera síns í grallara- gerð og sálmabókarprentun. Herra Ólafur var þriðjung æfi sinnar eða rúmlega það

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.