Kirkjuritið - 01.04.1954, Page 40

Kirkjuritið - 01.04.1954, Page 40
182 KIRKJURITIÐ trúnaðarmaður eins atkvæðamesta biskups á landi hér. Það eitt ætti að sýna og sanna, að hann hafi verið traustur og vitur maður og haft nægilega mikið til að bera af veraldar- innar hyggindum. Og er hinir nýju stramnar skola yfir hann og gagntaka hann, verður hann einlægur og dyggur þjónn hins nýja siðar, en eigi herra. Vér sjáum það af bréfsupphöf- um hans sumum, þar sem segir: Vér Ölafur undir Guðs þolin- mæði biskup á Hólum. — Og titilblað Guðspjallabókarinnar segir: Uppbyrjað í Jesú Christi nafni af mér óverðugum þræli Drottins Ólafi Hjaltasyni. — Og tækifærið, sem honum býðst til að auðga sjálfan sig og sína, eins og forverar hans og eftir- menn gjörðu, lætur hann ónotað. Ekki af trassaskap, þvi að við Laufás skildist hann myndarlega, heldur af hinu, að hann hafði fengið djúpan og rótgróin ímugust á veraldarhyggind- um og veraldarauði sinnar gömlu móður, kaþólsku kirkjunnar, eins og fram kemur í bréfunum um Ás og Reykjahlíð. Hann er sannfærandi í mannlegleika sínum undir lokin, gamall, slitinn, heilsulaus, einlægur og snauður. * Krists kirkja. Úr bréfi til biskups. ... Já, — fyrst og fremst á kirkjan okkar að vera Krists kirkja og Guðs hús, einmitt lifandi samfélag við Jesú Krist, og íslenzka þjóðin Guðs þjóð. Þar næst á hún að endurnýjast, og þar hefir þú mikið og fagurt verk að vinna, og ég er þér innilega sammála um að mátturinn til endurnýjunarinnar er bcenin. Biðjandi kirkja. Og svo verður hún skilyrðislaust að vera einhuga í þeim skilningi og með því víðsýni, sem þú svo réttilega og vel setur fram í þínum merka boðskap. Þarna áttu ekki hvað sízt erfitt verk að vinna, en ég vona, að þér takist að sameina, það er lífsspursmál fyrir okkar þjóð, að hún, hið ytra, standi sem einn maður, og hið innra stétt með stétt og hver einstaklingur stéttar sé vinsamlegur og sáttfús við annan og um fram allt kærleiksríkur og umburðarljmdur. Skilji. Sá, sem skilur, hann fyrirgefur. ... Við leikmenn eigum að vernda tungu og trú engu síður en þið krossmenn. Júl. Havsteen.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.