Kirkjuritið - 01.04.1954, Side 43

Kirkjuritið - 01.04.1954, Side 43
AUSTFIRZK ÞJÓÐSAGA 185 Gekk svo, þar til komið var aftur í 44. sálm, en þá fór draugsi aftur á hæli og þeir á eftir, en er sálmur sá enti, fór draugsi að snúast sem áður. — Þegar komið var aftur í 48. sálm, fór draugsi enn á hæli, en er honum var lokið, snerist hann enn á móti. Ölafur var nú kominn að raun um, að það voru sérstak- lega þrír sálmar eða partar úr þeim, sem höfðu mest áhrif á undanhald uppvakningsins. Hann hugðist því nota Þá óspart sem vopn á andstæðinginn og kyrjaði þá eftir Því sem rómur og tilfinning gátu bezt. Fór þá þrællinn hraðfara aftur á bak, en Ólafur sótti á eftir og söng. Sérstaklega voru það þrjú vers, sitt úr hverjum sálmi, Seffl hrifu. Var líkast sem þau brenndu hann. Árgljúfur var þar skammt frá. Sætti Ólafur svo lagi, að hann rak uppvakninginn þar niður í og söng svo yfir honum sálmana, að hans hefir ekki orðið vart síðan. Vers þau, sem Ólafi fundust hafa mest áhrif, voru: >,Son Guðs ertu með sanni“ úr 25. sálmi, „Vertu, Guð faðir, faðir minn“ úr 44. sálmi, „Gegnum Jesú helgast hjarta“ úr 48. sálminum. Þegar Ólafur hafði lokið þessu starfi sínu, var sól farin að roða fjöll. Hélt hann þá heim á Brún sínum, og urðu báð- fegnir lausninni. Heimamenn urðu líka fegnir komu hans. Daginn eftir fór Ólafur út í Vopnafjarðarkaupstað að finna faktorinn. Þakkaði hann honum sendinguna, sem hann sagðist varðveita þar til sér þætti tími til kominn að senda til föðurhúsanna aftur. Faktorinn varð þá augljóslega hræddur, bað Ólaf gott fyrir og bauðst til að greiða álitlega fjárhæð fyrir athæf- ið og svo það, að hann léti drauginn ekki lausan, því að hann hélt, að Ólafur kynni það mikið fyrir sér, að hann hefði komið sendlinum fyrir með kunnáttu, en ekki með haanum og sálmasöng. Ólafur lét þetta gott heita og sættust þeir. Kaupmaður borgaði hið tiltekna fé og var upp frá því mun betri í viðskiptum við hvern sem var.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.