Kirkjuritið - 01.04.1954, Side 45

Kirkjuritið - 01.04.1954, Side 45
ERLENDAR FRÉTTIR 187 Enn er of snemmt að segja nokkuð um það, hvaða áhrif heimsókn Grahams kxmni að hafa á kristnilíf Bretlands. Kirkjan og kvikmyndirnar. Það fer stöðugt í vöxt, að kirkjan taki kvikmyndirnar í sína þjónustu og jafnvel að einstakar kirkjudeildir reki kvik- myndahús, til þess að hafa nokkur áhrif á, hvaða myndir eru sýndar. Nýlega var sýnd í London kirkjuleg kvikmynd, sem heitir EeV sáum dýr'S hans, og er af atburðmn úr lífi Jesú. Talið er, að ekki færri en 75000 manns hafi séð þá mynd. Var ftiyndin gerð í Bandaríkjunum, og stóð einn af prestum hiskupakirkjunnar fyrir myndatökunni, séra J. R. Fridrich, °g þótti honum takast þetta verk svo vel, að hann hefir al- gjörlega helgað sig töku kristilegra kvikmynda. Lúterskvikmyndin bönnuð í Quebec. Kvikmyndin, sem gerð hefir verið um ævi og starf Mar- teins Lúters, hefir hvarvetna vakið hina mestu athygli. Hefir hún verið talin ein af 10 beztu kvikmyndum ársins. En nú berast fréttir mn það, að myndin hafi verið bönnuð 1 Quebec, en það hérað er katólskasti hluti Canada. Nefndin, sem dæmt hefir myndina, hefir rökstutt bann sitt tneð því, að það sé gert til þess „að koma i veg fyrir óróa nieðal fólksins“, eins og komizt er að orði. Eélög mótmælenda hafa harðlega mótmælt þessu banni sem argasta ranglæti, þar sem fjöldi mótmælenda á þessum slóð- um vilji gjarnan fá að sjá hina frægu mynd. Lúterskir menn í Bretlandi. 1 Bretlandi eru um 40000 lúterskra manna og skiptast þeir 1 200 söfnuði, sem dreifðir eru um Wales, England og Skot- Nnd, en fastráðna presta hafa þeir aðeins 23. Lúterska kirkjan í Bretlandi hefir notið nokkurs fjárstyrks írá alþjóðasambandi lúterskra manna og auk þess styrks frá 1 úterskum mönnum í Bandaríkjunum. Margir af lúterskmn mönnmn í Bretlandi eru flóttamenn, er leitað hafa þar hælis eftir stríðið, og því snauðir af ver- aldarauði.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.