Kirkjuritið - 01.01.1959, Síða 32
Séra Haraldur Þórarinsson nírœður.
Ritstj. hefir lagt fast að mér að
skrifa afmælisgrein um séra Hall-
ald níræðan, þar sem við vorum
gamlir skólabræður. — Já, skóla-
bræður vorum við í 3 ár, en skóla-
minningar mínar um séra Harald
eiga' miklu fremur heima i sam-
sætisræðu en í Kirkjuritinu, og
mundu bezt njóta sín þar, sem gest-
irnir væru stúdentar frá fyrri öld,
er skilja betur fornar skólavenjur
en nútíminn. Auk þess höfum við
séra Haraldur varla talað verulega
saman nema einu sinni síðan hann
gerðist prestúr Múlsýslunga fyrir
fullri hálfri öld. Gömul sóknarbörn hans þar eystra geta betur
um hann talað en ég.
Allt þetta og meira þó hefi ég tjáð ritstj., en samt vildi hann
ekki sleppa mér, og af því að ég er honum stórskuldugur fyrir
mikla gestrisni norður á Æsustöðum, verð ég að láta undan og
skrifa hér dálítið af afmælisræðunni, sem aldrei verður haldin
úr þessu.
Afmælisbarnið níræða og heilsuvana var velmetinn „latínu-
hestur" í 4. bekk Latínuskólans, þegar ég var þar nýsveinn vet-
urinn 1891—92. Að þeirra tíma skólasið voru lítil kynni og enn
minni vinátta milli efribekkinga og „busanna".
Nokkur kynni hlutu þó að verða milli þeirra 28 heimasveina
úr 4 neðri bekkjum skólans, er allir sváfu í „Langa-loftinu“.
Haraldur, sem þá var f jarri því að ætla að verða séra, var þar
í innsta rúmi, og man ég enn vel sterka rödd hans, þegar piltar
voru að kveðast á — í óþökk rektors Jóns Þorkelssonar, sem
svaf í næstu stofu. Annars þótti rektor vænt um Harald vegna
Séra Haraldur Þórarinsson