Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1959, Síða 47

Kirkjuritið - 01.01.1959, Síða 47
KIRKJURITIÐ 45 Gjöf til gamalmennahcelisins Betel á Gimli var send vestur um haf meö séra Jóni Bjarman. Er hún mynd af Þingvöllum forkunnar fögur. Kjarval málaði, en íslenzka ríkið gaf. Aöalfundur Sambands austfirzkra kirkjukóra var haldinn í Egils- staðaþorpi sunnudaginn 7. sept. 1958. Jakob Einarsson prófastur setti fundinn. Fundarstjóri var kosinn Stefán Pétursson, Egiisstaða- þorpi og ritari Jón Sigfússon, Eiðum. Tiu fulltrúar sátu fundinn, auk stjórnarnefndarmanna og nokkurra annarra úr stjórnum kirkjukóra af sambandssvæðinu. Séra Jakob Einarsson prófastur flutti erindi um kirkjusöng. Hann talaði um gildi söngsins, jafnt hjá frumstæðum Þjóðum og þeim, sem teljast siðmenntaðar. Söngurinn sameinar hugi manna og lyftir hjörtum til himins. Prófastur kvað æskilegast, að allur söfnuðurinn syngi við messugjörðir, með kirkjukórinn sem leið- anda. Þá hvílir, eins og vera ber, tign og friður yfir biðjandi sálum í húsi Drottins. Máli sínu iauk prófastur með áskorun til allra, sem geta lið til lagt að efla og styðja kirkjusöng. Þá lýsti Jakob prófastur með nokkrum orðum tilgangi og störfum Sambands austf. kirkju- kóra, sem verður 15 ára á næsta ári. — Rætt var um afmæliskonsert Kirkjukórasambandsins n. k. sumar. Nokkrir tóku til máls og voru Þess fýsandi, að haldið yrði myndarlegt söngmót á næsta sumri. Var samþykkt að beina þvi til stjórnarinnar að vinna að því að fá kenn- ara, og undirbúa slíkt mót sem bezt. Séra Jakob prófastur kvaddi sér hljóðs og ræddi um þá miklu fæð, sem nú virðist vera á sæmilega ®fðum organistum. Víða í sóknum er enginn organisti. Prófastur kvaðst hafa rætt um þetta við Eyþór Stefánsson tónskáld; hefði hann lagt til, að haldið yrði námskeið, sem gæti bætt úr þessu ástandi, sem er mjög lamandi fyrir sönglíf í kirkjusóknunum. Vísað var til stjórnarinnar að athuga sem bezt, hvernig leyst yrði úr þessu máli. Formaður er nú séra Einar Þór Þorsteinsson. 4 jóladag var vígt nýtt altari, nýr prédikunarstóll og nýr skírnar- fontur í kirkju Óháða safnaðarins i Reykjavík. Fyrir jólin var einnig gengið frá lýsingu í kirkjunni og er hún nú langt komin. Er gert ráð íyrir, að hún verði vígð í vor. Fyrir messu á jóladag afhenti Jón Árnason skírnarfontinn fyrir hönd Bræðrafélags safnaðarins, og for- maður safnaðarins, Andrés Andrésson, veitti gjöfinni viðtöku. Skírn- arfontinn gerði Ásmundur Sveinsson myndhöggvari, og var hann vígður með því að safnaðarprestur skírði þrjú börn upp úr honum. Hinn nýja prédikunai’stól smíðaði Björn Þorsteinsson trésmíðameist- Rri, sem einnig gaf kirkjunni stólinn. Séra Emil Björnsson þakkaði Þessar rausnarlegu gjafir. Leiörétting. I smágreininni Móöirin í síðasta hefti (bls. 448) á Þriðja málsgrein að ofan að vei-a þannig: Þá var kona nokkur ævin- lega í nálægð þinni, hún fylgdi þér hvert fet o. s. frv. Ennfremur var Prentvilla í grein Dr. E. A. í nóv.-heftinu 1958, bls. 420, 1. línu eftir greinaskilin: „réttlætiskenningin", les réttlætingarkenningin. Vegleg gjöf. Sparisjóður Glæsibæjarhrepps í Eyjafjarðarsýslu minntist nýverið hálfrar aldar afmælis sins á þann myndarlega hátt

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.