Kirkjuritið - 01.03.1960, Side 17
KIRKJURITIÐ
111
sjúklingnum. Young komst að þeirri niðurstöðu, að oft gæti
presturinn leyst það hlutverk af hendi, sem engum öðrum
vaeri fært.
Þegar Young hafði lokið guðfræðiprófi, var honum boðið að
starfa við sjúkrahús í Winston, Salem. Er hann tók við stöð-
unni, lét einn námsfélagi hans í ljós vonbrigði, vegna þess að
Young sótti ekki um prestsstarf hjá einhverjum söfnuði. Young
svaraði honum því, að 1 því starfi, sem hann hefði kosið sér,
mundi hann fá fleiri tækifæri til þess að vinna að þjónustu
í anda Krists en hinn gæti gert sér nokkra grein fyrir.
Hann átti líka eftir að sýna það. En árið 1946 var það ekki
álitin nein virðingarstaða að starfa sem prestur við sjúkrahús.
Flestir, sem störfuðu að slíku, voru annaðhvort uppgjafaprestar
eða menn, sem voru að bíða eftir betri stöðu. Young varð líka
var við, að starfsfólk sjúkrahússins gerði sér litlar hugmyndir
um, í hverju starf hans ætti að vera fólgið. Hann hóf starf við
hinar erfiðustu aðstæður. Fyrstu vikurnar gekk hann um gang-
ana, talaði við sjúklingana, hlustaði á vandamál þeirra, reyndi
að hjálpa. Læknar og hjúkrunarkonur litu hann forvitnisaug-
um og ýttu honum kurteislega frá, þegar þau vitjuðu um sjúk-
lingana. Smám saman vandist starfsfólkið honum, en sumir
spurðu hæðnislega, hvort hann hefði frelsað nokkrar sálir ný-
lega.
Þótt þessi aðstaða væri ekki uppörvandi fyrir Young, tók
hann þessu með þolinmæði, og brátt kom að því, að bæði lækn-
ar og hjúkrunarkonur urðu að viðurkenna, að starf hans bæri
árangur. Hjúkrunarkonurnar báru það, að oft hefðu heimsókn-
ir hans mjög róandi áhrif á sjúklingana. Svæfingarlæknar
sögðu, að skurðsjúklingar væru rólegri og þyrftu minni svæf-
ingu. Læknarnir töluðu um, að það væri líkast því, að maður-
inn byggi yfir einhverjum undramætti. Þeir sögðust ekki skilja
Þeð. Hjartasérfræðingurinn spurði Young dag einn undrandi:
»Þér voruð í herbergi nr. 221 rétt á undan mér í morgun. Hvað
skeði?“ Young sagðist hafa reynt að hjálpa sjúklingnum til
Þess að endurskoða afstöðu sína gagnvart manni, sem hann
áleit að hefði gert á hluta sinn, og athuga hvaða ábyrgð hann
sjálfur hefði á því, sem skeði. Læknirinn sagði: „Þetta er
undravert. í marga daga hef ég verið að reyna að koma blóð-
þrýstingnum niður, og nú loksins hefur það tekizt."