Kirkjuritið - 01.03.1960, Page 30

Kirkjuritið - 01.03.1960, Page 30
124 KIRKJURITIÐ tekið. Og flestir munum vér íslendingar telja, að það muni verða kirkjunni til heilla, efla starf hennar í orði og verki. Um íslenzkt kirkjulíf. Jón G. Þórarinsson, organisti Bústaðasóknar, nýtur nú í ann- að sinn ársstyrks til framhaldsnáms vestan hafs, enda frábær starfsmaður, sem vænta má mikils af í framtíðinni. Hann send- ir mér úrklippu úr dagblaði frá 27. júlí 1959. Þar segir frá dvöl ungu prestanna íslenzku, séra Jóns Bjarman og séra Ing- þórs Indriðasonar, á námskeiði við ríkisháskólann í Colorado. Er þar getið um hina lélegu kirkjusókn á Islandi, og síðar segir með feitu letri: „Indriðason said his people were no longer devout because they had become too “sophisticated” about religion. The state church has failed to keep pace with Iceland’s changing times and no longer answers the need of the people, he said.“ (Lausl. þýtt: Séra Ingþór Indriðason kvað þjóð sína ekki lengur guð- rækna vegna þess, að menn væru orðnir um of „skynsemistrú- ar“. Þjóðkirkjunni hefði ekki tekizt að fylgjast með hinum breyttu tímum á íslandi og fullnægði ekki lengur þörfum fólksins.“) Vitanlega er engin ábyrgð tekin á því, að blaðið hermi rétt ummæli séra Ingþórs, en þau eru sett hér fyrst og fremst vegna þess bréfkafla, sem hér fer á eftir. Ég vona, að vinur minn fyrirgefi mér að taka hann traustataki: „Þórarinn (14 ára sonur bréfritarans) og ég syngjum báðir í St. Pauls kirkjukórnum. Nokkuð fannst mér jólahelgin hér frábrugðin því, sem við eigum að venjast. Verzlun og ekkert nema verzlun. Fólkið búið að skreyta jólatrén löngu fyrir jól. Jólasálmar glymja í eyrum daga og nætur. Þegar jólin loksins koma, var fólkið alveg búið að „slíta út jólahelginni“. Það nennti ekki einu sinni í kirkju. Hugsaðu þér annað eins: miðnæturmessa á jólanótt, fátt í kirkju. Ein messa á jóladag, örfáar hræður, af 150 manna kór mættir innan við 40. Síðar, þegar allt færðist í vanalegt horf, mætti fólkið aftur við messu. Mér þykir vænt um að fá tækifæri aftur til þess að kynnast

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.