Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1960, Qupperneq 9

Kirkjuritið - 01.12.1960, Qupperneq 9
KIRKJURITIÐ 439 menn ekki gerðir höfði styttri fyrir það eitt að vera á annarri skoðun en stjórnarvöldin. En hvernig er stjórnmálaáróðurinn rekinn úr herbúðum flokkanna? Þannig, að þeir, sem ekki hafa nennt að láta reka sig í flokksdilka, horfa og hlusta á aðfarir þeirra með undrun og skelfingu. Við nýafstaðnar forsetakosningar í Bandaríkjunum tók sá frambjóðandinn, sem beið lægra hlut, í höndina á hinum að loknum kosningunum, óskaði sigurvegaranum til hamingju og hét honum því að styðja hann allt hvað hann megnaði að vinna að velferðarmálum þjóðarinnar. Þetta var drengilegt og til fyr- irmyndar. En hefur nokkurn tima gerzt eitthvað svipað þessu hér á landi? Ekki sem ég man! Hvenær, sem stjórnarskipti verða, hefja andstöðuflokkarnir grimmustu árásir á hina með rógi og blekkingum svo heiftúðugum, að hvers konar ósannindi eru notuð og getsakir til að tortryggja þá í augum þjóðarinnar. Það sem einum flokknum þykir þjóðráð í ár, meðan hann er við stjórn, gengur glæpi næst, ef hann kemst í stjórnarandstöðu. Það er ekkert hirt um satt eða logið. Blöðin eru látin steypa stömpum sitt á hvað, og skriffinnarnir trúa svo fast á kraft lyginnar, að þeir halda að lesendur gleymi jafnóðum því, sem áður var skrifað, til að geta gleypt ný ósannindi. Er það hugsanlegt, að barátta eins og þessi geti orðið þjóð vorri til gagns? Mundi hún gera nokkuð annað en vekja sundr- ung, tortryggni og styrjöld i þjóðfélaginu, sem að lokum leiðir til ófarnaðar? Eðlilegt er, að skoðanir manna séu skiptar í ýmsum málum, en það má berjast drengilega og rökræða um málefni, svo að ávinningur sé að. En að f jandskapast af valdagirnd einni sam- an og nota ósannindi mestan part að vopni, er ógiftusamlegt. Á háskalegum og viðsjálum tímum er hverri þjóð nauðsynlegt, að allir standi saman og vinni að heill hennar af drengskap og sannleiksást. Elskar enginn land sitt? Gegnum vopnabrak stjórnmálabaráttunnar, sem háð er að niiklu leyti með ósannindum, læðast að oss spurningar eins og þessar: Er þá enginn til, sem elskar land sitt nógu heitt til að vilja því betur en flokki sínum eða sérhagsmunum? Er enginn, sem

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.