Kirkjuritið - 01.12.1960, Side 24

Kirkjuritið - 01.12.1960, Side 24
454 KIRKJUIUTIÐ aS ef þetta ráð eða verk þetta er af mönnum, verður það að engu; en ef það er af Guði, þá megnið þér ekki að yfirbuga þá. Eigi má yður það henda, að þér jafnvel berjizt gegn Guði. Jólahátíðin, sem nú er haldin um allar jarðir, sannar þrátt fyrir alla þá ágalla, sem eru á hátíðahaldi voru og annarra — að „eftir að Guð forðum hafði oftsinnis talað til feðranna og með mörgu móti fyrir munn spámannanna, hefur hann í lok þessara daga til vor talað fyrir soninn“, — svo að notuð séu orð Hebrea- bréfsins. Vonandi verður flestum það hugleiðingarefni núna um hátíð- arnar, enda er vitund þess, að Guð hefur opinberazt oss sem gæzkuríkur faðir, uppspretta alls vors jólafagnaðar og jóla- gjafa. Hitt skyldi oss heldur ekki úr minni líða, hvað Kristur hefur verið og er oss öllum sem einstaklingum. Er ekki allt, sem oss er bjartast í minningunni og helgast í huganum, eitthvað við hann bundið, og hvers vonum vér frekar en að hann fylgi °ss í framtíðinni og sjái oss borgið? En vonandi brennur oss líkt í brjósti, að það sjáist í orði og verki, að vér fylgjum honum hver í sínum verkahring. Gleðitíöindi. Sennilega hefur enginn meiri háttar kirkjuhöfðingi lagt eins land undir fót né komið jafn víða við í söfnuðunum og dr. Geof- frey Fisher, erkibiskup í Kantaraborg. Hann mun nú hafa ferð- azt meðal anglíkanskra manna í öllum heimsálfum. Síðustu mán- uðina hefur hann verið enn á ferð og bar þá nokkuð til tíðinda, sem vissulega er í frásögur færandi. Dr. Fisher hitti sem sé að máli bæði höfuðsmann grísk-kaþólsku eða rétttrúnaðar-kirkj- unnar og yfirmann þeirrar rómversk-kaþólsku. Með öðrum orð- um: patríarkann í Miklagarði og páfann í Róm. Þetta er merk nýlunda, því að erkibiskup ensku kirkjunnar hefur ekki áðui átt tal við yfirmenn þessara kirkjudeilda frá því að kirkjan klofnaði fyrir mörgum öldum, eins og kunnugt er — þ. e. og síðan á öndverðri 16. öld. Þessi ákvörðun dr. Fishers mæltist strax vel fyrir almennt talað. Hann lét líka svo um mælt, að þetta væri síður en svo gelf að ástæðulausu. Hvort tveggja kæmi til, að játa yrði, að hm grísk-kaþólska kirkja varðveitti sumt af hinum fornkristna

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.