Kirkjuritið - 01.12.1960, Side 39

Kirkjuritið - 01.12.1960, Side 39
KIRK JURITIÐ 469 þá fulltrúarnir erindi um kirkjur Norðurlanda. Hlýddu menn af miklum áhuga á það, er ísland varðaði, og lék einkum á því mikill hugur að fá að vita, hvert yrði framtíðarhlutverk Skál- holts. •—• En mesta athygli vakti frásögn formannsins, Nikolain- ens prófessors, um mjög mikla aðsókn kvenna að guðfræðideild- inni í Helsingfors. Þær stunduðu 65 guðfræðinám síðastliðið ár og mun sú tala meir en tvöfaldast í ár. Aðalumræðuefni fundarins voru mót á vegum Kirknasam- bandsins á komandi tímum, hlutverk þeirra og fyrirkomulag. Sérstök áherzla var lögð á starf að æskulýðsmálum og heimilis- menningu. Manfred Björkquist, sem hefur verið aðalmáttarstoð Kirkna- sambands Norðurlanda frá upphafi og treyst þátttöku íslands í því, baðst nú undan endurkosningu í stjórn fyrir aldurs sakir. En hann er orðinn 76 ára. Hörmuðu menn það að missa hann úr stjórninni, en kusu hann heiðursforseta hennar í einu hljóði. í stað Björkquist mun koma í stjórnina Olov Hartman, skóla- stjóri Alþýðuskólans í Sigtúnum og nafnkunnur rithöfundur. Pulltrúi Noregs verður væntanlega Anker Nilsen. Um formann í stjórninni skiptir árlega, og var nú kosinn Nils Karlström, en K. Skydsgaard prófessor varaformaður. Til tals kom, að næsti stjómarfundur yrði haldinn að sumri á íslandi, ef þá færi fram vígsla Skálholtskirkju. En þar sem allt er enn í óvissu um það, var frestað að sinni ákvörðun um fundinn. Mikil eining ríkti á fundinum, og hefur hún einkennt alla stjórnarfundina. Er það manna mest að þakka Manfred Björk- quist. Ásmundur Guömundsson. Orðsending. Sóknarprestar í Hólastipti eru vinsamlegast beðnir að gera skil fyrir Tíðindi hið allra fyrsta. Svo og aðrir, sem tóku að sér að greiða fyrir ritinu. Stjárnin.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.