Kirkjuritið - 01.10.1961, Page 25

Kirkjuritið - 01.10.1961, Page 25
KIRKJURITID 359 stéttin ekki verr mennt en aðrar stéttir, þótt víst þyrfti liún að vera miklu betur mönnuð. En geta menn í alvöru vænzt hér aðstreymis úrvalsmanna, J)egar liorft er opnum augum á safnaðarlífið á Islandi í dag og þær aðstæður sem prestum eru boðnar? Ég bef liér þegar að því vikið, að í sambandi við ráðningu til starfs er þeim boðið upp á liluti, sem engir aðrir þurfa að blíta. Ég bef vikið að einu atriði, er varðar starfsaðstöðu þeirra margra, -— og til viðbótar má svo nefna það, að launakjör liá- skólamenntaðra presta þjóðkirkjunnar eru þannig, að þeir eru rétt hálfdrættingar á við verkstjóra í hraðfrystihúsum, sem bafa að baki sér fárra vikna námskeið. Nú veit ég vel, að þorskurinn er oss Islendingum þýðingar- mikil skepna, — en ef almennt er litið svo á, að meðliöndlun lians sé liálfu þýðingarmeiri og ábyrgðarmeiri en starf prests- ins, — fer þá ekki að verða tímabært að staldra við og at- buga sinn gang? Uulungavík í júlí 1961, Þorbergur Krisljánsson. Konu nokkurri, hvítri, var lioðið á veiðar í Afríku. Hún tók því að sjálfsögðu fegins hendi, en varð þó dálítið tvíhent, þegar hún komst að því, að nokkuð af veiðisvœðinu lægi í héraði mannætna. Hún fór því til eldamannsins, sem liún vissi að var kominn af einum slíkum kyn- flokki og spurði hann ráða. Hann reyndist hæði reyndur og hinn kurteisasti: „Þér þurfið ekkert að óttast af frændum mínum“. sagði liann. „Þeim kæmi aldrei til hugar að skerða hár á liöfði nokkurs manns í veiðiför“. Konunni var strax léttara, en aðeins eitt augnaldik, því að eldamanninum 'arð litið á hústna fingur liennar og hami liætti við: „Auðvitað, ef yður skyldi henda eitthvert óhapp og þér missa lífið, þá yrði yður að sjálf- sögðu ekki fleygt!“

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.