Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 42
INNLENDAR
F R É T T I R
LEIÐRÉTTING
A bls. 305 í vfirlili frú prestastefnu í síðasta hefti Kirkjurits licfur falliO
niður og brenglazt í prentun. IJar á að vera á niiðri hlaðsiðu:
„Það er þetta hugboð' í þjóðarsálinni, þetta táknræna gildi Strandar-
kirkju, sem veldur því, hvað henni áskotnast í heitgjöfuni. Án hennar sé
ég o. s. frv.
Séra Kári Valsson á Rafnseyri liefur sagt af sér prestsskap. Snýr sér að
kennslustörfum.
Héraásfundur Eyjafjaráarprófastsdœmis var að þessu sinni haldinn út
í Grímsey í septemher. Mun það vera í fyrsta sinni í sögunni.
Þann 10. til 25. ágúst dvaldi hér á landi 21 nianna hópur frá Berlín.
Var þarna um að ræða nokkra meðlimi æskulýðsfélags Marienfeldekirkj-
nnnar. Voru þeir hér að nokkru leyti á vegum íslenzku kirkjunnar og
nutu fyrirgreiðslu hennar. Kynntu þeir sér íslenzkt kirkjulíf, heimsóttu
Dómkirkjuna, þar sem dómprófastur tók á móti þeim og sagði sögu kirkj-
unnar. Eitt kvöldið var séra Jakob Jónsson gestur hópsins og flutti fyrir-
lestur. Þá sungu ungmenni þessi á æskulýðskvöldi Reykjavíkurkynning-
arinnar í Neskirkju. Fóru þau í ferðalög um nágrenni höfuðstaðarins,
heimsóttu Vindáshlíð í hoði K.F.U.M. Fóru austur í Vík í Mýrdal, að
Gullfossi, Geysi; Þingvellir og Latigarvatn voru einnig heimsótt. Þá var
gengizt fvrir Berlínarkvöldi í Skátaheiniilinu, þar sem þau lýstu aðstæðum
þar og starfi kirkjunnar. Æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar var fyrirgreiðslu-
maður hópsins og í hréfum til hans liafa hinir þýzku gestir látið í ljós
mikla ánægju með Islandsferðina og boðið flokki héðan að heimsækja
Berlín.
FERMINGARBARNAMÓT Á SAUÐÁRKRÓKI
Dagana 10. og 11. júní var haldið mót femiingarharna á Sauðárkróki.
Mótið sóttu prestar og hörn úr Húnavalns- og Skagafjarðarsýslum. Voru
prestar 7 en fermingarhörnin 55. Mótið var sett í Sauðárkrókskirkju kl. 5 á
laugardag af sr. Áma Sigurðssvni frá Hofsósi, að þeirri atliöfn lokinni var
gefinn frjáls tími. Fóru sum börnin í sundlaug staðarins, önnur til kapp-
leikja á íþróttavanginn. En kl. 8 liófst kvöldvaka í harnaskólanum undir
stjórn sr. Þóris Stephenssens. Kynnti liann vökuna með nokkrum orðum.
Elínhorg Bessadóttir frá Kýrholti las upp ávarp hiskups. Þá las upp sögu,
Kolhrúu Nanna Sigurðardóttir, Sauðárkróki. Fór þá fram leikþáttur undir
stjórn Eyþórs Stefánssonar. Leikendur voru frá Sauðárkróki. Sigríður Gutt-