Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 50

Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 50
384 KIRKJURITIÐ 500 eru fulllæknað'ir síðustu 9 árin. En niörg Jrúsund manns fá hins vegar inikla hjálp hæði andlega og likamlega. — Dönsk hjúkrunarkona, Martha Pedersen er nú yfirstjórnandi holdsveikrabyggðarinnar í Kidugalo, þar seni 10.000 holdsveikra manna eru sainan koniin. Er hún sögð liafa unnið frá- hært líknarstarf. Georg Olaj Rosenquist, liiskup í BorgS á Finnlandi, andaðist í júlíni. síðastliðnum, 68 ára að aldri. Hann var forscti K.F.U.M. á Finnlandi 1919 —’26 og forseti Kristilegu stúdentahreyfingarinnar þar 1930—’35. Nær ald- arfjórðung, 1930—’54, var liann prófessor í kennimannlegri guðfræði við háskólann í Ábo og síðustu 12 árin jafnframt rektor lians. Því næst var hann kosinn biskup og vígður liiskupsvígslu 1954. Gerðist hann þá yfir- niaður sænskumælandi safnaða á Finnlandi og reyndist mjög duglegur og áhugasainur Iiiskup. Hann var um áraliil og allt til dauðadags í stjórn Kirkjusainbands Norðurlanda. Kvað þar mikið að lionum, og var hann jafnframt mjög samvinnuþýður Er nú stórt skarð fyrir skildi í stjórn sam- handsins, er Rosenquist biskup er látinn og Manfred Bjarkquist hættur störfum. Rosenquist var afkastamikí 11 rithöfundur og lætur eftir sig merk- ar bækur mn kirkjusögu, kristilegt uppeldi og ræðugerð. Hann mun eng- um gleymast, er kynntust honuni. Fóru saman hjá lionum i ríkum mæli ástúð og glæsimennska. Sunnudagaskólastarf meS Svíum fer nú mjög í vöxt hin síðari árin. Hef- ur sunnudagaskólakennurum fjölgað uiii 1032 síðan 1954, og eru þeir nú orðnir 8521, en sunnudagaskólanemendur 135963. Um 1200 sunnudagaskóla- kennarar sóttu þing í Linköbing í sumar. Lögþing Fœreyinga hefur samþykkt að fara þess á le.it við kirkjustjórn- ina, að prófastur Færeyja verði framvegis varabiskup yfir eyjunnm. Framkvœmdastjóri Lútersku heimssambandsins hefur verið kjörinn dr. Kurl Schmidt-Clausen i stað dr. Lund-Quists. Hami var áður sóknar- prestur í Wunstorf, útborg frá Hannover, og tók að sér um skeið störl Lund-Quists, meðan hann var sjúkur. Hann er rnaður vel til forystu fall- inn og ágætlega lærður í guðfræði. Hann er aðeins fertugur að aldri. KIRK JURITIÐ Tímarit gefið út af Prestafélagi íslands, kemur út 10 sinnum á ári. Ritstjóri: Gunnar Árnason. Árgangurinn kostar 70 krónur. Afgreiðslu annast Ingólfur Þorvaldsson. Sími 36894, Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.