Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1962, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.05.1962, Blaðsíða 10
J52 KIRKJURITIÐ fært sé. En þetta er alls ekki nóg. Presturinn á að vera sálna- hirðir, sem þekkir sóknarbörn sín og vakir yfir velferð þeirra, er þeim huggari í raunum, leiðbeinandi í andlegum vanda, vitjar sjúkra manna og einmana gamalmenna, en er auk þess fulltrúi og þjónn þeirrar stofnunar, sem eðli sínu sam- kvæmt hlýtur að láta sig miklu skipta þau siðferðilegu og menningarlegu vandamal, sem uppi eru með þjóðinni hverju sinni. Að öðrum kosti verður hann eins konar „automat" eða sjálfsali, sem stungið er í nokkrum krónum og smiið er á hand- fangi, þegar menn óska eftir sérstökum hátíðablæ á vissum tíinamótum ævinnar og við síðustu ferð manns hérna megin grafar. Margir líta á ræðuflutninginn sem þungamiðjuna í starfi prestsins og það var nokkuð eðlilegt, meðan presturinn var eini skólagengni maðurinn í söfnuðinum, en það á ekki leng- ur við. Þegar ég fer í kirkju, geri ég það til þess að komast í samband við það andlega segidsvið tilbeiðslu og lotningar, sem guðsþjónustan á að vera, en allt, sem eykur hátíðleik hennar og fjölbreytni, stuðlar að því að styrkja það, Vil ég í því sambandi benda á þann feng, sem kirkjunni getur orðið í hinni nýju messusöngbók síra Sigurðar Pálssonar. Eg fer ekki fyrst og frcmst til að hlusta á ræðu prestsins. Ég býst að öllum jafnaði ekki við að heyran annað í henni en það, sem mér var áður kunnugt og ég gæti sjálfur sennilega komið eins vel orðum að og hann. Þó hefur presturinn á einu sviði sérmenntun fram yfir mig og flesta aðra áheyrendur sína. Hann hefur háskólapróf í trúfræði, þ. e. a. s. niðurstöðum mestu hugsuða kirkjunnar um hin eilífu viðfangsefni varð- andi Guð og tilgang lífsins. Enda þótt þær niðurstöður séu reistar á grundvelli þeirrar opinberunar, sem kirkjan gerir kröfu til að eiga og rétt til að túlka, þá hljóta þær að mótast að nokkru leyti af breyttri þekkingu manna á hverjum tíma. Presturinn þarf því að vera í snertingu við strauma og and- leg viðhorf samtíðar sinnar, heimspeki hennar og þjóðfélags- þarfir, jafnvel að fylgjast nokkuð með í náttúruvísindum henn- ar. Sá undarlegi hugsunarháttur virðist mjög ríkjandi hér á landi, að presturinn eigi helzt ekki að ræða þá grein, sem hann á þó að hafa sérmenntun í, sem sé trúfræðina, heldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.