Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1962, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.05.1962, Blaðsíða 38
130 KIRKJURITIO sem að gagni gæti komið í þessum störfum. Hefur Islending- um verið boðið á þessi námskeið og nokkrir notfært sér það og orðið stórhrifnir af dugnaði, áhuga og öllu, sem þarna fer fram. Samtökin gangast einnig fyrir ársmótum til að ræða sín múl og vekja áhuga og eftirtekt á starfsemi sinni, og kirkjur Norðurlanda halda sambandsþing sinna bindindissamtaka ann- að hvert ár. Hingað til hefur íslenzka kirkjan aðeins átt þar gesti en ekki fulltrúa. Það er því ekki vonum fyrri, að slík samtök eru stofnuð hér, og væri naumast vanzalaust að sitja aðgjörðalaus hjá og horfa á svona starfsemi án einhverrar þátttöku, svo brýn sem þörfin er þó hér á landi. Söfnuðir í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi hafa nú þegar lýst yfir vilja sínum til stofnunar samtakanna og kosið bráðabirgðastjórn, sem undirbýr framhaldsstofnfund síðar í vor. Nauðsynlegt er að allir söfnuðir á þessu svæði verði í sam- tökunum, helzt frá upphafi og fylgist vel með öllu, sem gjört verður til eflingar markvissu bindindisstarfi innan kirkjunnar. Svíar verja til starfseminnar allt að fjórum milljónum ísl. króna árlega. Og sést á því að þeim finnst það mikilsvert. Hér er því merk byrjun, sem hlúa verður að til vaxtar og viðgangs eftir föngum. Þótt við verðum ekki þess umkomin að ganga í spor millj- ónaþjóða, þá geta samt íslenzkir söfnuðir unnið þarna stór- virki, ef þeir eru vakandi og samtaka, gengist fyrir eftirliti með unglingum, fræðslu um bindindismál, bindindisdögum í kirkjum, barnastúkustarfi, námskeiðum og einnig hjálp við heimili, sem eru í hættu vegna áfengisbölsins. Akrarnir eru hvítir til uppskeru, en verkamennirnir fáir. Vertu húsbóndi vilja þíns og hjú samvizku þinnar. — Von Ebner Eschan. MaiVur getur oriViiV sáluhólpinn án verka lögmálsins, en ckki án verka trúarinnar. — Johann von Goch. Hvers vegna þarftu alltaf aiV trúa á efa þinn og efa trú þína. EfaiVu viiV og viiV ofurlítiiV efa þinn og trúffu í staiVinn ögn á trú þína. — Oljert Ricard.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.