Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1962, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.05.1962, Blaðsíða 6
Páll V. G. Kolka, lœknir: Um daginn og veginn Góðir heyrendur: t. YRIR réttum 40 árum vann ég sem kandidat á Reekman Street spítalanum í New York. Spítali þessi gegndi varðþjón- ustu að því er snerti slys og snögg sjkdómstilfelli í geysilegri önn og umstangi verzlunarhverfisins neðarlega á Manhattan- skaga og hafnarhverfunum á báðum jöðrum hans, og voru því tveir sjúkrabílar alltaf hafðir tiltækilegir og kandidat fylgj- andi hvorum þeirra. Varðþjónusta þessi gaf manni mörg tæki- færi til að kynnast skuggahliðum stórborgarlífsins, enda var stærsta fangelsi borgarinnar, The Tombs eða Grafirnar, einn- ig í okkar umdæmi og vorum við oft sóttir þangað á kvöldin og nóttunni, þegar fangelsislæknirinn hafði hætt sínum dag- legu störfum, einkum til eiturlyfjaneytenda, sem þar voru geymdir meðan mál þeirra voru í rannsókn og áður en þeir voru sendir á eiturneytendahælið á Rlackwell-eyju. Á þessum árum var aðflutnings- og sölubann á áfengi í Randaríkjunum, en bannið átti stóran þátt í að koma fótunum undir þá ill- ræmdu glæpahringi, sem voru eins og átumein í þjóðlífinu árum saman. Hið ólöglega afengi, einkum heimabruggið, var oft eitrað og urðu sjúkrabílarnir oft að hirða menn, sem lágu ofurölvi og meðvitundarlausir á götunum, en alla slíka sjúkl- inga fluttum við á geðsjúkdómadeild Bellevue-, fátækraspítala borgarinnar, en liann er með um 2000 sjúkrarúm. Mátti þar stundum á laugardagskvöldum sjá samankomna 6—7 sjúkra- bíla, sem voru að skila af sér þessum farmi, en vesalingarnir lágu eins og hráviði á börum og bekkjum, því að læknarnir höfðu ekki undan að dæla upp úr þeim og veita þeim aðra nauðsynlega þjónustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.