Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1962, Page 6

Kirkjuritið - 01.05.1962, Page 6
Páll V. G. Kolka, lœknir: Um daginn og veginn Góðir heyrendur: FYRIR réttum 40 árum vann ég sem kandidat á Beekman Street spítalanum í New York. Spítali þessi gegndi varðþjón- ustu að því er snerti slys og snögg sjkdómstilfelli í geysilegri önn og umstangi verzlunarhverfisins neðarlega á Manliattan- skaga og hafnarhverfunum á báðum jöðrum hans, og voru því tveir sjúkrabílar alltaf hafðir tiltækilegir og kandidat fylgj- andi hvorum þeirra. Varðþjónusta þessi gaf manni mörg tæki- færi til að kynnast skuggahliðum stórborgarlífsins, enda var stærsta fangelsi borgarinnar, Tlie Tombs eða Grafimar, einn- ig í okkar umdæmi og vorum við oft sóttir þangað á kvöldin og nóttunni, þegar fangelsislæknirinn liafði hætt sínum dag- legu störfum, einkum til eiturlyfjaneytenda, sem þar voru geymdir meðan mál þeirra voru í rannsókn og áður en þeir voru sendir á eiturneytendahælið á Blackwell-eyju. Á þessum árum var aðflutnings- og sölubann á áfengi í Bandaríkjunum, en bannið átti stóran þátt í að koma fótunum undir þá ill- ræmdu glæpabringi, sem vom eins og átumein í þjóðlífinu árum saman. Hið ólöglega áfengi, einkum heimabruggið, var oft eitrað og urðu sjúkrabílarnir oft að hirða menn, sem lágu ofurölvi og meðvitundarlausir á götunum, en alla slíka sjúkl- inga fluttum við á geðsjúkdómadeild Bellevue-, fátækraspítala borgarinnar, en liann er með uni 2000 sjúkrarúm. Mátti þar stundum á laugardagskvöldum sjá samankomna 6—7 sjúkra- bíla, sem voru að skila af sér þessum farmi, en vesalingarnir lágu eins og bráviði á börum og bekkjum, því að læknarnir liöfðu ekki undan að dæla upp úr þeim og veita þeim aðra nauðsynlega þjónustu.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.