Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1962, Page 17

Kirkjuritið - 01.05.1962, Page 17
KIRKJURITIC 159 þjóðunum. Vera má að vér séum svona gáfaðir, en það gæti líka að nokkru stafað af kæruleysi. Svo er t. d. um hersjónvarp- ið. Það varð að flokksmáli á alþingi og virðist talið úr sögunni. Mér finnst samt rétt að ræða sjálft sjónvarpið rólega og ýkju- laust bæði nú og síðar. Það getur hvorki verið rétt að ganga út frá því að erlent liermannasjónvarp hljóti á allan hátt að verða oss til menningar og mannbóta, né æskilegt að draga úr því að vér fáum líka innlent sjónvarp. Komu þess ætti að hraða sem mest. En fyrir því þarf að sjá að til þess verði vandað eftir föngum. Þess vegna þurfum vér m. a. að vita hvað liefur reynzt vel og livað illa í þessum málum erlendis. Eitt lilýtur öllum að vera Ijóst. Ekkert, sem áður er þekkt rýfur líkt því eins einangrun og friðhelgi heimilanna og sjón- varpið. Þegar það er komið til sögunnar getur heimilið ekki lengur verið vígi fjölskyldunnar né einangrunarstaður barn- anna — lokaður gróðrarreitur. Það er opnað fyrir götunni — öllum heiminum. Þetta er staðreynd, sem ekki þýðir að loka fvrir augunum. Ég nefni aðeins eitt dæmi þess hvað hún þýðir. Fram á þennan dag hefur sveitabörnum oftast verið varnað að horfa upp á þegar skepnur eru teknar af lífi. Með sjónvarpinu verða mannvíg hversdagsleg sjón. Á hinn bóginn sjá þau líka með hjálp sjónvarpsins ótal margt fagurt í náttúrunni og mannlífinu, sem þeim dylst annars. Ég rek þetta ekki nánar að þessu sinni. Ætlunin hér aðeins að segja frá aðalefni greinar um þessi mál, sem enskur alþing- ismaður, Victor Yates, ritar í CEN. Hann minnist þess fyrsl hversu afhrot og ofbeldi hafi farið ískyggilega í vöxt á Bret- •andi meðal unglinga á aldrinum 16—21 árs. Af þessum sökum hvaddi Butler innanríkisráðherra til ráðstefnu laust fyrir síð- ustu áramót. Mesta áhyggjuefni lians var það, hve margt í sjónvarpinu Iiefði skaðleg áhrif. Megin hugsunin í máli hans, að „skapgerðin mótaðist mest á heimilinu“ og að „börnin þörfnuðust engu síður ástúðar og öryggis en fæðis og sólar- hirtu“. Hvernig er nú unnt að samræma þetta því að bjóða myndum af ofbeldi, liryllingi og ruddamennsku heim í skaut fjölskyldunnar? Það er tómt mál að tala um að börnunum verði varnað að sjá það, sem foreldrarnir horfa á. Og börnin hljóta eins að

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.