Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1962, Page 18

Kirkjuritið - 01.05.1962, Page 18
KIRKJURITIÐ 160 draga dám af því, sem þau sjá fyrir sér liaft af hinum full- orðnu á myndskermum og hinu, sem foreldrar þeirra liafast að að þeim ásjáandi. A.m.k. fimm börn hafa stytt sér aldur síðustu mánuðina á Englandi vegna áhrifa sjónvarpsmynda. Þingmaðurinn getur þess, að umsjónarmaður enska ríkis- sjónvarpsins liafi lialdið því fram að „sjónvarpið yrði óhjákvæmilega að sýna heiminn í réttu ljósi. Það er að segja liversu siðferði þjóðfélagsins er í upplausn af völdum ofbeld- is, ómennsku og ruddaskapar. Það brygðist skyldu sinni, ef það endurspeglaði ekki staðreyndirnar“. Ymsir neita því að margar æsimyndirnar sýni lífið í sönnu ljósi. Þótt þær til dæmis láti réttinn sigra að lokum með byssuskoti eða álíka aðferðum, er ekki þar með sannað að of- beldið sé eina lausn allra mála. Ennfremur kom í ljós að vissir „útlendingar, Suður-Ameríkumenn, Þjóðverjar og Búar eru jafnan sýndir sem þorparar, en aldrei eins og sannar hetjur“. Þingmaðurinn segist vera á sama máli og Shakespeare: „111- gjörðatæki, sem blasa við augum, verða ósjaldan undirrót ill- verka“. Það er ennfremur athyglisvert að forsvarsmenn sjónvarps- ins halda því fram, að áhorfendurnir krefjisl fyrst og fremst stundargamans og því verði að fullnægja. En skoðanakönnun meðal ungs fólks sýnir að það hefur skömm og andúð á mörg- um sjónvarpsmvndum og telur þær höfða til hinna lægstu hvata. Ætti því að hverfa frá að sýna þær. Butler innanríkisráðherra lætur nú fara fram rannsókn á álirifum sjónvarpsins á almenning og hyggst eiga fleiri ýtar- legar umræður við forráðamenn sjónvarpsins, bæði þess, sem rekið er af ríki og því er einstaklingar hafa á sínum snærum, áður en hann leggur málið fyrir þingið. 1 greinarlok skorar höfundur á almenning að segja sínar skoðanir á málinu. Því niðurstaðan muni verða sú að þing- mennirnir taki mest tillit til þeirra. Svona taka Englendingar á þessu máli. Sakramenntin eru ekki útvarpsefni Þegar ný tæki koma til sögunnar, þurfa menn alltaf að læra á þeim tökin. Það tók sinn tíma að komast upp á áralagið og

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.