Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1962, Side 25

Kirkjuritið - 01.05.1962, Side 25
KIRKJURITIÐ 167 háttinn. En hrynjandin er mjög blönduð og breytileg, og ólík þeirri brynjandi, sein Grikkir settu í kerfi, sem varð fyr- irniynd í vestrænni ljóðagerð’. Að leita eftir grískri lirynjandi í ljóðum Heilagrar Ritningar liefur reynzt vonlaust verk. Þar er hún ekki til. Ég hef nú nefnt lielztu andstæður í vestrænni og semítiskri 1 jóðagerð, en til eru líka sameiginleg einkenni, og nefni ég því vísuna — )i. e. ferhenduna. Hún er langalgengasti ljóðahátt- ur í báðum málaflokkum. 1 Vestrænni ljóðagerð er það al- kunna, en viðvíkjandi þeirri semítisku má minna á það: að þýðendur Jobsbókar í Septúagintu þýddu aðeins ferhendurn- ar en létu allt annað ósnert — og töldu það að líkindum óegta. Hvort þetta sameiginlega einkenni stafar af einhverri sálrænni l>örf, eða livorl vísan er sameiginleg vegna nábýlis Indógermana og Semíta, veit ég ekki og ég efast um að nokkur maður viti það. Á þýðingum fyrirrennara minna — þeirra sem þýtt hafa Spekiritin — sýnast mér vera þeir tveir stórgallar: að þanka- rímið er mjög úr lagi gengið og semítiska hrynjandin er næstum glötuð. Alloft kemur það fvrir að braglína, sem gerð er af þremur þungum atkvæðum, eða 7—9 atkvæðum alls, er þýdd með allt að 20 atkvæðum — þ. e. langt mál — en næsta braglíua, til- brigðið, kann þá að hafa um það hil hæfilegan atkvæðafjölda. Augljóst er: að þegar svo er ]>ýtt, fer kvæði lir öllum listræn- >wi skorðum, ]>ótt komast megi að efni þess. M. ö. o. listaverk- ið breytist í óskapnað. Miklu betur var liægt að gera, þó að þýtt væri í óbundið mál. Allir þeir sem þýtt liafa Spekiritin á undan mér, hafa ver- ið lærdómsmenn, og enginn efast um góðvilja þeirra. En lík- lega liafa þeir ekki liaft brageyra -— þ. e. tilfinningu fvrir tnetrum og rythmus, og ekki liafa þeir metið þankarímið sem vera bar og enn síður hafa þeir inetið eða þekkt semítisku hrynjandina. Þeir virðast hafa liaft allan liugann við nyt- semina — þ. e. að skila samvizkusamlega efni textans. Um málið á þýðingunuin má deila, en víða er það rislítið, svo að ekki sé meira sagt. Fjarri fer því, að ég hafi tilhneigingu lil að kasta rýrð á þessa fyrirrennara mína, en ég verð að vera viðbúinn að svara

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.