Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1962, Page 50

Kirkjuritið - 01.05.1962, Page 50
192 KIRKJURITIÐ um eða lokið æðri prófum í einhverjum greinum, geti fengið leyfi til að gerast prestar í dönsku þjóðkirkjunni, ef þeir liafa stundað stutt sérnám og að sjálfsögðu eru eða gerast meðlimir kirkjunnar. AlkirkjuráSilÍ auglýsir eftir 30 sjálfboðaliSum á aldrinunt 20—30 ára til að vinna að hjálparstörfum í Thailandi og Kenya. Er ætlunin að mest sé starfað að hyggingu æskulýðsstöðvar og kennslu í Thailandi, en að hjálp- arstörfum við þúsundir manna, sem misst hafa heimili sín í árflóðum í Kenya. HungursneyS geysar nú víða í Afríku á meðal flóttamanna og liefur Alkirkjuráðið sent þangað ntörg hundruð lestir af matvælum. Mikið vant- ar þó á að hrýnustu þörfurn sé fullnægt. BlóSbaSiS í Alsír hefur verið „kristnum mönnum“ til ólýsanlegrar van- sæmdar um lieim allau. Það hætir aðeins lítils háttar úr skák að Alkirkju- ráðið hefur komið á legg hjálparstofnun, þar sem kristnir menn af mörg- um þjóðuin hafa tekið höndum saman til lijálpar nauðstöddum Alsírhú- um af livaða trúflokki, sem þeir eru. Er hér um margvíslega þjónustu og viðreisnarstörf að ræða. Tala kristinna manna nú er talin um 925 milljónir. Þar af (talið í millj- ónum): rómversk-kaþólskir 527, anglíkanskir 40, lútherskir 68, reformertir 200, grisk-orþódoskir 120, rússnesk-orþódoskir 30, koptiskir o. fl. 20. Múhameðstrúarmenn eru sagðir 429, Hindúar 329, Konfúeianar og Tao- istar 400, Buddistar 200, heiðingjar 121, Shintoistar 25, Gyðingar 12 og loks ýmsir trúflokkar 443. Innan Alkirkjunnar ætla menn að séu nú 300 milljónir. N. J. Rald prófastur lét af rilstjórn Præsteforeningens hlad (danska Prestafélagshlaðsins) 31. marz s. 1. llefur hann gegnt því starfi um tvo áratugi með ágætum. Hann er maður fjölfróður, ekki sízt á sviði hók- menntanna einarður og hressilegur, enginn veifiskati, en víðsýnn og kreddu- laus. T. Paul Verghese, prestur indversku rétttrúnaðarkirkjunnar á Indlandi, liefur nýlega verið skipaður aðstoðar framkvæmdastjóri Alkirkjuráðsins. Á hann sérstaklega að starfa sem framkvæmdastjóri einnar af þrem liöf- uðdeildum ráðsins. Undir hana heyra fræðslu- og útbreiðslumál. Prestur þessi er 29 ára og var um skeið m. a. ráðunaulur Haile Sellassie, Abhysinuíukeisara í velferðar- og líknarmálum. Þar greiddi liann og fyrir stofnun stúdentasambands. Var og gjörkunnugur þeini niálum, því að liann hafði unnið mikið að þeim í ættlandi sínu, Indlandi. Þá hefur hann og stundað guðfræðinám í Bandarikjununi. Ilann var formaður Bihlíunefnd- arinnar — einnar al' þretn veigatnestu nefndunum — á Alkirkjuþinginu í haust.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.