Kirkjuritið - 01.06.1962, Page 8
246
KIRKJURITIS
Gæti ]ní verið nokkurt afl, sem sættir þessa ólíku heima?
Hver gæti orðið vefarinn, sem samræmir fyrirvaf og uppi-
stöðu, svo að af verði hin glæsilegasta voð farsældar og friðar
lianda komandi kynslóðum? Er ekki öllu um velt, og liver
súla brotin í þeirri menningarhöll, því musteri sem átti að
hera mannkyn fram til friðar og frelsis?
Leitast skal við að svara þessum spurningum. En fyrst verður
að minna á nokkrar einfaldar staðreyndir og aðstæður.
Gætu áhvggjur eldri kynslóðarinnar yfir æskulýðnum orðið
skiljanlegar og sambærilegar við áhyggjur og misskilning eldri
kynslóða á sínum æskulýð? Það liafa alltaf verið einhverjir,
sem þótzt hafa sannfærðir um að virðingarlaus æskulýður
hlyti að kippa linettinum af hraut sinni kringum sólina.
Að sjálfsögðu er því þessi samanburður að mestu staðreynd
og ekkert sérstakt að atliuga við undrun og áhyggjur nútím-
ans. Það hefur alltaf verið til virðingarlaus æskulýður að
dómi hinna fullorðnu. Og oft liefur æskan samt að einhverju
leyti haft rétt fyrir sér í sínu virðingarleysi.
En þó eru ýmsar aðstæður, orsakir og einkenni þessa virð-
ingarleysis nú alveg sérstök fyrirhrigði í okkar sögu Islendinga
að minnsta kosti. Það er nú fyrst og fremst að nefna liin miklu
peningaráð og þar af leiðandi eyðslusemi æskulýðsins. Þessu
má að sumu leyti fagna. Gott er að synir og dætur skuli ekki
þurfa að lepja dauðann úr skel daglega eins og við þurftum
að gera í æsku á tímum atvinnuleysis, kreppu og örbirgðar,
að ekki sé nú litið lengra aftur í tímann til ára hungurs, drep-
sótta og harðæris, þegar enginn sá pening nema höfðingjar,
sem geymdu spesíur og dali í sokkbol og handraða. En hitt
er jafnframt óneitanlegt, að þetta togleðurstyggjandi fólk
með kók og pepsi freyðandi um varir er að mörgu leyti í
nieiri hættu gagnvart því, sem nefna mætti að týna því hezta
í sjálfum sér. Því ekki skal gleymt þeirri staðreynd að tyggi-
gúmmídúsan og kókpelinn víkur oft fljótlega fyrir cigarett-
um og svartadauða. Það cr sem sagt ekki hætt við dúsuna og
pelann, en innihaldið hreytist. Og af þessu leiðir svo margt
og mikilvægt höl og vandræði fyrir þetta unga glæsilega fólk
með aura í höndum og krónur í vösum, að stundum liggur
nærri að óska þess, að það hefði aldrei pening haft lianda á
milli.