Kirkjuritið - 01.06.1962, Qupperneq 18
Gunnar Árnason:
Söguleg tíðindi
EINS og alkunnugt er, dró til mikilla tíðinda innan kirkjunn-
ar á elleftu öld. Árið 1054 er talift' að algerzt liafi klofn-
ingur, seni lengi haffti verið í aðsigi. Flestir kristnir menn
í austurhluta Evrópu, Asíu og víðar neituðu þá afdrifa-
laust yfirráðum Rómapáfa og hin svokallaða rétttrúnaðarkirkja
— (oft nefnd grískkaþólska kirkjan) — sigldi sinn eigin sjó.
Innan hennar eru all margar kirkjudeildir frá fornu fari, sem
lúta hver sínum höfuðbiskupi, en þeirra á meðal var höfuð-
biskupinn, patríarkinn í Konstantínopel lengst af primus inter
pares þ. e. í forsæti án viðurkenndra yfirráða. Rússneska kirkj-
an hefur jafnan verið með þeim fjölmennustu og áhrifamestu,
en forn-kirkjurnar í Litlu-Asíu og eins gríska kirkjan einnig
notið mikils álits. ^tmislegt skilur grísk-kaþólska menn og róm-
versk-kaþólska. M. a. má nefna, að dulhyggjan er ríkari inn-
an rétttrúnaðarkirkjunnar og meiri álierzla lögð þar á bræðra-
lagið, samfélag allra, samsekt og samlíðan. Hvergi var sá skiln-
ingur ríkari en innan rússnesku kirkjunnar svo sem bert er af
Karamazovbrœðrum.
Vegna hins lauslega sambands liinna austrænu kirkna hafa
þær ekki haldið neitt sameiginlegt kirkjuþing síðan 1672 og
þá í Jérúsalem. Einingaráhuga hefur þó gætt þar sem ann-
ars staðar, sérstaklega á þessari öhl. Rættust því vonir margra
góðra manna á síðastliðnu hausti, en þá tókst að kalla saman
sameiginlega ráðstefnu liinna tólf meiri háttar rétttrúnaðar-
kirkna, sem nú eru við líði. Var hún skoðuð sem undirbún-
ingur forsynódu almenns kirkjuþings, er ætlun er að lialda
fyrr en seinna í líkingu við Nikeu-kirkjuþingið 787, er mark-
aði ein tímamót kirkjusögunnar.
Kirkjuþing það, sem hér um ræðir, kom saman á Rhodusey.