Kirkjuritið - 01.06.1962, Page 20

Kirkjuritið - 01.06.1962, Page 20
KlRKJURITIÐ 258 Chrysolomos höfuðbiskup í Filippi hélt setningarræðuna, eii tólf biskupar liinna ýmsu liöfuðkirkjudeilda framkvæmdu helgisiðina og undirstrikuðu á þann veg að rétttrúnaðarkirkj- an væri hafin yfir allan stjórnmálalegan ágreining og margvís- legan fræðilegan mismun. Einnig ýmis konar margbreytni í helgihaldi. Ákveðið var að aldursforseti höfuðbiskupanna, Chrysostomus, sá, sem fyrr er nefndur, sæti í forsæti en hefði sér við hlið hina fornu, „höfuðborgarbiskupa“ — patríarkana í Alexandríu, Antíokkíu og Jérúsalem og þar að auki iiina yngri patríarka í Rússlandi, Serbíu og Rúmeníu. Francis Honse áheyrnarfulltrúi Alkirkjuráðsins telur eftir- farandi atriði skýra meginþýðingu þessa kirkjuþings: í fyrsta lagi er þetta í fyrsta sinni eftir margar aldir að rétt- trúnaðarmenn liafa lialdið sameiginlega ráðstefnu. I öðru lagi liafi Athenagorasi patríarki í Konstantínópel ekki eingöngu tekist að koma á þessu þingi, heldur taka aftur upp þráð, sem slitinn hefur verið og tengja hinar ýmsu kirkjudeildir rétttrúnaðarins saman að nýju undir leiðsögn og forystu sinni. Ekki svo að skilja, að hann skuli vera páfi, lieldur eingöngu oddviti patríarkanna og fidltrúi Jieirra, Jjegar þess gerist Jjörf. I þriðja lagi kom áþreifanlega í 1 jós að öll rétttrúnaðar- kirkjan stendur og starfar á sameiginlegum grundvelli trúar og helgisiða. Menn sungu messuna sameiginlega á mörgum málum og allir kysstust að fornum sið friðarkossinum áður en farið var með níkensku trúarjátninguna. „Elskum hver annan svo að vér fáum játað trú vora einliuga4 . Áhrif kynningarinnar eru ómetanleg.' Ymis konar vanþekk- ing var kveðin niður og margs konar misskilningi eytt.. Mönnum tókst meira að segja að ná þarna fuRu samkomu lagi um yfirlýsingar í hinum mestu og viðkvæmustu deilumál- um t. d. varðandi nýlendustefnur og friðaryfirlýsingar. Eink- um Jiótti það atliyglisvert að nást skvldi samkomulag við rússn- esku fulltrúana urn Jjessi atriði á Jjann veg að yfirlýsingarnar verða ekki túlkaðar neinni stjórnmálastefnu til framdráttar. Hins vegar fengu Rússarnir J)ví framgengt að fallið var frá að lýsa yfir stríði á hendur guðleysinu en einróma samþykkt að öRum væri skylt „að hera rétttrúnaðinum vitni í veröldinni samkvæmt hinni rétttrúnaðarlegu erfikenningu“. Meðal margs annars var samþykkt að stuðla að „aukinni

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.