Kirkjuritið - 01.06.1962, Síða 22

Kirkjuritið - 01.06.1962, Síða 22
KIRKJURITIÐ 260 Oss er dagljós ábyrgð vor gagnvart Guði og mönnum. í bróðurlegum einingaranda böfum vér fjallað um þau málefni, sem oss bafa falin verið í meðvitund þeirrar skyldu, sem oss bvílir hér á lierðum. Höfum vér orðið einhuga ásáttir um liver atriði skuli tekin á dagskrá væntanlegrar forsynódu. Mál- efni þessi hafa um langa bríð verið ofarlega á baugi innan liinna einstöku og þjóðbundnu rétttrúnaðarkirkna sem og í liinum kristna heimi almennt talað. Höfum vér nú skýrgreint þau nánar í málskjali, sem lagt verður fyrir væntanlega for- synódu til frekari atliugunar og yfirvegunar. Sú er von vor, að Guð gefi, að þetta verði til að greiða fyrir góðum lausnum og skýrurn ákvörðunum á því allsherjarkirkjuþingi, er þar fer á eftir. Þessi samfundur vor liefur verið stórviðburður. Oss duldist ekki sú augljósa og mikilvæga staðreynd að augu allra safn- aðarmeðlima kirkna vorra um allar jarðir — og raunar allrar kristninnar — voru á oss fest og fylgdust með störfum vor- um. Hér komu fulltrúar rétttrúnaðarkirkjunnar í fyrsta sinn saman að nýju eftir óralangan tíma í svo fullri mynd, sem framast varð á kosið. Alla fundardagana bafa og fulltrúar kirknanna ljóslega fundið til mikilvægi þessa atburðar og ábyrgðar sinnar sakir þeirra vona, sem beimurinn l)er í brjósti til þeirra. Við endalok þingsins stöndum vér styrkari að trú, von og kær- leika og fullvissari um einingarmátt vorrar beilögu rétttrúnað- arkirkju. Vér liöfum sérstaklega íbugað ábyrgð binna einstiiku þjóð- bundnu kirkna vorra nú á tímum og dagleg vandamál trúrra safnaðarmeðlima vorra sem og mannkynsins almennt talað. Og því viljum vér með boðskap þessum fullvissa alla um, að rétttrúnaðarkirkjan gerir sér Ijósa ábyrgð sína og skyldur gagnvarl þeim. Vér trúum því að liinar einstöku, þjóðbundnu systurkirkj- ur rétttrúnaðar vors varðveiti sáluhjálplega trú feðra vorra og haldi uppi þeirri einingu, sem er ímynd hinnar leyndar- dómsfidlu og yfirnáttúrlegu einingar hins alhelga, yfirdrottn- andi og samráða guðdóms. Þessi djúptæka og óbagganlega eining rétttrúnaðarkirkju vorrar staðfestist með þeiin sögulega viðburði, er liér átti sér stað.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.