Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 31
Gunnar Árnason: Pistlar Lýst eftir eldhuga I viðtali, sem ég átti við gamlan uppgjafaprest ekki alls fyrir löngu, sagði liann mér, að vinur sinn hefði aðspurður neitað því, að liann læsi Kirkjuritið. Og hefði hætt því við „að ]>að væri ekki einu sinni liægt að brenna það“. Mér fannst þetta sniðuglega að orði komist — að vissu leyti. En liins vegar nokk- Ur gáta að sá, sem átti þarna hlut að máli, skyhli vita það með vissu hvernig efni ritsins væri varið — liversu óehlfimt það væri — án þess að hann hefði lesið það. En þetta kemur svo seni fyrir, að einstaka menn virðast fæddir með nægri þekk- ingu á mörgu. Það var síður en svo að ég þykktist við þessi ummæli. Mér kom annað í hug: Þarna er sennilega einn af þeim mönnum, sem Kirkjuritið þyrfti endilega að ná í. Enginn hlutur er sannari en að þar bólar of lítið á eldmóðinum, andlegum bál- ehlum. Helzt þyrfti það að vera skrifað af tómurn eldhugum. En það gengur svo illa að finna þá, þótt þeirra sé leitað á götum °g gatnamótum. Innan kirkjunnar sem víða annarsstaðar eru of ntargir, sem lireyfa hvorki hönd eða fót, þótt sjái og segi, að margt fari aflaga og sé allt öðru vísi en það eigi að vera. Kasta aðeins frarn að þeim ógni óræklin og illgresið, en leggja hvorki bð ti] a3 garðinn né rækta akurinn. Og þótt kirkjan sé að hrynja að þeirra dómi, láta þeir sér ekki til hugar koma, að það sé þeirra að byggja liana upp. Postulasagan hermir að saga kirkjunnar hafi hafizt með stormviðri andans og eldtungum. Og eldhugur hinna fyrstu lærisveina verður aldrei dreginn í efa. Enda breiddist ])á krist- mdómurinn út eins og eldur í sinu fyrstu ahlirnar.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.