Kirkjuritið - 01.06.1962, Page 32

Kirkjuritið - 01.06.1962, Page 32
KIRKJURITIÐ 270 Á þessum tímum, þegar deyfðin í kirkjunni er orðin að orðs- kviði og því heyrist oft fleygt að kristindómurinn sé rótkalinn, lieyri jafnvel þegar fortíðinni til, vantar sannarlega vakninga- menn — eldhuga. Það er þess vegna, sem ég skora á þennan mann, sem ég veit ekki hver var, (en mér skildist að væri kirkjunnar maður í sönnum skilningi), að hlaupa undir baggann og bera eld í Kirkjuritið. Ritið skortir ekkert eins mikið, og liann getur ekkert hetur gert, þeirri stofnun til blessunar og því málefni til eflingar, sem ég hygg að honum muni standa hjarta næst. Þegar hardaginn hallast á þann, sem síður skyldi, verður lijáseta þess ill, sem á bæði vopnin og verjurnar fyrir utan máttinn til að skakka leikinn og snúa undanhaldinu upp í sig- ursókn. Þetta er brýning til allra, sem geta gerl Kirkjuritið betur úr garði og unna Guðs kristni í landinu. Og þeir eru sem betur fer ótal margir. Sendið greinar — sem brenna. Árblik Fátt hefur ljreytzt tiltölulega minna en skólanámið hér- lendis í öllu umróti síðustu áratuga. Umgerðin hefur óneitan- lega tekið algjörum stakkaskiptum, hvert skólahvisið rís öðru veglegra og hetur kostum búið. Skólatíminn hefur lengst og námsefnið aukist mikið. En kennsluaðferðirnar eru þær sömu og um liðnar ahlir. Mest megnis þululærdómur og yfirlieyrsl- ur, í æðri sem lægri skólum. Og eins og drepið liefur verið á áður, er kynlegt að hugsa til þess að jafnhliða því, sem vinnu- dagar fullorðins fólks hafa stytzt og þeim farið fækkandi, liefur vinnutími unglinga og annarra, sem á skólabekkjuin sitja lengst. Ekki mun of í lagt að margir nemar verði að erfiða við nám — sitja á skólabekk og lesa undir tíma — a. m. k. tíu stundir að jafnaði sex daga vikunnar allan veturinn. Og eiga lieldur ekki frjálsa alla helgidagana. En það er að byrja að daga á þessu sviði. Sá skilningur færist í aukana að nauðsyn beri til að létta nokkuð okið á nemendunum. Kenna jafnvel ekki nema hæfilegan tíma fimm daga vikunnar. Svíar eru t. d. farnir að kanna þá leið. Einnig verða æ fleiri kennarar og forráðamenn fræðslumálanna, sem

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.