Kirkjuritið - 01.06.1962, Page 47

Kirkjuritið - 01.06.1962, Page 47
KIRKJURITIO 285 kvað vera af því, að hann faðir minn væri dáinn, sem ég liefi þótzt draga af því er mig dreymdi, en það var á þessa leið: Mér þótti hann koma til mín um nóttina með talsvert af smíðatólum, fá mér þau og segja að hann ætlaði að senda mig nieð þau út að Háagerði, því að hann sæi ekki um mig lengur. Háagerði er skammt fyrir utan Höfðalióla. Aths. Jóhannes Jónsson, smiður og verzlunarmaður, varð úti skammt frá öæ sínum 9. marz 1850. Draumur gamla mannsins Það var haustið 1912 er ég var á heimleið úr heimsókn til Islands, að mig dreymdi eftirfylgjandi draum: Ég kom með Allanlínuskipinu Mongolian. Nóttina milli þess 13. og 14. nóvember vorum við stödd fyrir norðan Ný- íundnaland í stórfelldum norðangarði og stórsjó. Aldan skall keint á stjórnborðshlið skipsins svo það velltist ákaflega á Idiðar í öldurótinu. Um nóttina dreymir mig, að ég þykist vera staddur á þilfarinu ásarnt fleirum. Veit ég þá ekki fyrr td en ég lieyri undarlegan hvin, rétt við eyrað á mér og um leið sýnist mér þjóta fram hjá mér með skothraða, blóðrauður eldhnöttur. Hann fór svo nærri, að mér fannst liann strjúkast við vanga minn, rétt út undan vinstra auganu, en meiddi mig þó ekki neitt til muna. Mér varð liálf hverft við og segi við mann, sem hjá mér stendur: «Hvað skyldi þetta vera?“ „Þetta var vígahnöttur“, svaraði hann, „og varstu lieppinn að hann fór ekki nær“. Daginn eftir var sama sjórótið og því sama velta á skipinu. ^okkru eftir morgunverð fór ég upp í reykingasalinn, sem var uppi á þilfarinu. Ég lauk upp hurðinni og ætlaði að fá nter sæti á stól, sem var gegnt dyrunum og þurfti því að ganga yfir þvert gólfið, þ ar sem ég gat ekkert viðhald haft. Tekur skipið þá ákaflega snögga hliðarveltu, mér skriðna fætur svo eft slengist áfram flatur á gólfið, niður með stólnum, sem ég ætlaði að setjast í. Ég straukst með vangann niður með járn- hrík, er á stólnum var og skeindist lítið eitt á sama stað og mér þótti eldhnötturinn strjúkast við mig í draumnum. Sögðu þeir, sem við voru staddir, að hefði munað tæpum þumlungi, sem

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.