Kirkjuritið - 01.10.1970, Side 10
344
KIRKJURITIÐ
skýrði frá málavöxtum. Lögregluþjónniim ráðlagði lionum að
kalla og bjóða drengjunum pening, liverjum sem vildi sækja
hann. Og drengirnir streymdu að, þangað til komnir voru 73.
Nú gátu veizluklæddu mennirnir ekki efast lengur. Þeir opn-
uðu pyngjur sínar þegar í stað og lögðu fram talsvert fé, svo
að Barnardo gæti tekið þegar í stað til starfa.
Og liann lét ekki standa á sér, en hófst handa. Hann stofnaði
nokkurs konar lieimili og bjó það út eftir föngum. Síðan fór
liann út á stræti og gatnamót og safnaði saman drengjum. Og
fyrsta kvöldið sátu 25 drengir við borðið lijá honum. Síðar
taldi liann þetta kvöld liafa verið sitt dásamlegasta kvöld, sein
hann hefði lifað. Starfið var liafið. Þetta gerðist á árinu 1866,
þegar fyrsta drengjalieimili Barnardos var raunverulega opn-
að.
VII.
Kínaförin var nú ekki lengur nefnd á nafn. Lífsstarfið var
liafið. Framvegis skyldi Barnardo lielga líf sitt drengjunum
í Lundúnaborg, sem þörfnuðust hjálpar.
Stofnunin tók stakkaskiptum, stækkaði og færði út kvíarnar
örar en mesta bjartsýni liefði getað áætlað.
En Barnardo varð það fljótlega Ijóst, að það voru ekki ein-
vörðungu drengirnir, sem þörfnuðust hjálpar. Gífurlegur f jöldi
stiilkubama ráfaði um göturnar í algerðu bjargarleysi og öm-
urleika. Þess vegna stefndi Barnardo að því, að stofnað yrði
lieimili fyrir stúlkubörn. Heimili drengjanna liafði fyrst verið
stofnað í Stepney 1866. Þar ætlaði Barnardo að stofna stúlkna-
heimilið. En það var ekki fyrr en á árinu 1872, sem Barnardo
gat opnað fyrsta stúlknaheimilið, ekki langt frá fyrsta drengjm
heimilinu.
Nú var svo komið, að bæði drengjum og stúlkum, hraustum
og sjúkum, var liægt að veita viðtöku. Hjúkrunarkonur önn-
uðust þau börn, sem þurftu lijúkrunar með, en valdir kenn-
arar kenndu þeim bömum, sem eitthvað gátu lært. Mörg
börnin vora raunar svo farin að heilsu, þegar þeim var veitt
viðtaka, að þau urðu ekki læknuð. Venjulegast voru þau svoim
illa farin vegna langvarandi lmngurs eða vegna slæmrar með-
ferðar. Mörg þessarra barna dóu fljótlega, sum liresstust nokk-
uð, en létust svo. Allmörg börn urðu öryrkjar alla ævi. En