Kirkjuritið - 01.10.1970, Side 12
346
KIRKJURITIÐ
IX.
Ógnlegt er að lesa sumar lýsingarnar á því, hvernig börnin
voru útlítandi á líkama og sál, þegar þeim var veitt viðtaka.
Mörg voru þau munaðarleysingjar, sem enga fræðslu liöfðu
fengið. 10 ára piltur vissi ekki mun á Guði og páfanum, 18
ára piltur þekkti ekki stafina og gat aðeins talið upp að 6,
auðsjáanlega enga fræðslu fengið í skóla.
Þegar börn eru tekin á stofnanirnar, er ekki tekið neitt tillit
til trúarbragða eða litarlníttar. Ef þau eru þurfandi, er þeim
veitt viðtaka. Ekki eru aðeins tekin stálpuð börn, heldur einn-
ing ungbörn, jafnvel fárra daga gömul.
Fáeinar töhir sýna, liversu vel starfsemi barnavinarins Barn-
ardo blómgaðist. Fyrsta starfsárið (1866) voru tekjurnar 3875
krónur, 1870 voru þær 43.722 krónur, 1905 voru þær 3,8 millj-
ónir króna, 1907 voru þær 4 milljónir, en 1952 37 milljónir.
1866—1953 liöfðu farið frá Barnardo-stofnununum 143.000
börn.
Barnardo lézt 19. september 1905 af hjartaslagi. títför lians
fór fram með mikilli viðböfn og fylgdi lionum til grafarinnar
gífurlegur fjöldi þeirra, sem liann liafði komið til manns. Yið
útför lians sást greinilega, bversu elskaður og virtur liann var,
þessi frábæri mannvinur.
Hann gat vissulega á síðustu ævidögum sínum litið yfir
stórfenglegt lífsstarf. Þá böfðu yfir 60.000 börn dvalið á barna-
lieimilum bans. Ablrei hafði liann þurft að nota vöndinn og
aldrei beitt þvingunum. Hann liafði farið að öllum með góðu
og þannig kallað liið góða fram í sálum þeirra. Hann bafði
stuðlað að því, að sérhver unglingur fengi það starf, sem lion-
um hentaði bezt. Þannig bafði börnunum verið kennd bin
margvíslegustu störf, fyrst þó aðallega landbúnaðarstörf. En
Barnardo sá svo um, að hver fengi að liafa svo mikið frelsi,
sem frekast var unnt.
Oft varð Barnardo að grípa til mælsku sinnar, til þess að
afla stofnunum sínum tekna. En þegar það dugði ekki, greip
bann pennann og sýndi þá snilli sína að mæla fyrir stofnunun-
um. t því skyni gaf bann út tímarit og mýmörg flugrit. Oft
varð hann að leggja hart að sér, til þess að vinna fyrir börn-
unum sínum. En liann taldi slíkt ekki eftir sér, þó að vöku-
næturnar yrðu margar.