Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1970, Qupperneq 20

Kirkjuritið - 01.10.1970, Qupperneq 20
354 KIRKJURITIÐ Dom Helder heldur biskupsemhætti sínu í Recife. Hann gerir það, sem lionum er unnt til að bæta kjör fátæklinganna og milda mein öreiganna. En jafnframt stendur liann á þvi fastar en fótunum að það séu aðeins sárabætur, líkar Rauða- krossþjónustu í hernaði. Stríðið sjálft snúist um sigur réttlæt- isins, og það verði að heyja á hverjum stað, í hverju liéraði, liverju landi, í öllum heiminum. Helder segir Brazilíu smækkaða mynd af veröldinni. Hinir ríku eru fáir og sitja að völdunum. Allur þorrinn bláfátækur og varnarlaus. Stjórnin viðurkennir mannréttindin, en lítið sem ekkert er gert til að tryggja þau, nema að nafninu til- Helder er einlægur fylgjandi obeldislausrar andspyrnu, en bendir á að ofbeldið á sér stað í margs konar myndum. Mesta ofbeldið og móðir alls annars ofbeldis, er að lians dómi rang- lætið, sem alls staðar viðgengst. Það leiðir til ofbeldis bylt- inganna, en þær fæða af sér einræði og harðstjórnir. Stundum verður ekki komist lijá örþrifaráðum, sem örðugt er að fordæma, eins og allt er í pottinn húið af þeim, sein liafa töglin og liagldirnar. Helder er ekki marxisti og gerir ekki mikið upp á niiH* aðfara stórveldanna í garð þróunarlandanna. Hann viðurkennir að kirkjan hefur síðustu aldirnar viðrað sig upp við valdhafana í öllum löndum og oft verið liðsmaður liinna ríku, þótl hún talaði fagurlega í eyru fátækra. Játai jafnframt að liún sé að opna augun og átta sig. Henni ríður það líka á miklu. Haldi liún sama strikinu og áður snýr æskan og framtíðin við henni bakinu. Kristur er ekki aðeins frelsari í andlegum skilningi. HanU boðar mannfrelsi í víðtækustu merkingu. Og þar með réttlátt þjóðskipulag. Sumir starfsbræður Helders styðja mál haiis- Margir þora það ekki vegna hræðslu við stjórnarvöldin. Síðan í árslok 1968 eru hlöð og fjölmiðlunartæki Helde' lokuð. En liann hefur ferðafrelsi og má tala innan hiskups dæmis síns um annað en stjórnmál. Stjórnin kallar það lan' ráð, að hann hefur sagt það erlendis að fangar væru pyntaðn í Brazilíu. Helder svarar því til að það væru landráð, ef hauu liefði Jiagað um Jiað. Og meðan liann má tunguna liræra bý® liann við að erfitt verði að kefla hann svo að hann kingi l|Vl’ sem liann veit sannast og honum brennur mest fyrir brjósti.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.