Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1974, Síða 62

Kirkjuritið - 01.12.1974, Síða 62
sjálfsblekking að afneita staðreynd- um. Sú sjálfsblekking gerir ríkulega vart við sig í sambúð fólks af þessu tagi við hinn óumflýjanlega dauða. Slíkir menn lifa á lífslygi œvilangt. I annan stað má œtla, að bœlingin auki dauðabeygnum styrk. Hann brýzt út í Ijósum loga ofboðs og örþrifa, áður en lýkur. Þá er ekki gott að verða að horfast í augu við hann, eftir œvi- langa sjálfsblekkingu. Önnur viðbrögð eru einnig algeng, nefnilega þau, sem fyrr var að vikið. Menn reyna að fela staðreynd dauð- ans með ímyndunum um „framhalds- líf" ellegar heimspekilegum ályktun- um um „eilífð" að baki tímanum. Ég hef þegar bent á það, að hér er um að rœða hugarburð. Þessi af- staða er því einnig ósönn. Það er engu betra að halda dauðabeygnum álengdar með feluleik en með bœl- ingu. Feluleikurinn er jafn svikull og bœlingin, lífslygin ámóta takmarka- laus. Til eru þeir menn, sem horfast í augu við dauðann, œvilangt. með karlmannlegri ró. Þeir reyna að faka dauðanum eins og hverju öðru nátt- úrufyrirbœri, búa sig undir hann með því að herða hugann, beygja sig fyrir dauðanum sem óumflýjanlegri stað- reynd. Slíkir menn eru fáir. En þeir eru fullrar aðdáunar verðir. Og þó byggja þeir tilveru sína að jafnaði á áþekkri sjálfsblekkingu og sá hópur, sem ég nefndi fyrst, nefnilega þeir, sem bœla niður dauðageiginn í lengstu lög. Báð- ir hóparnir leita að tilgangi og tak- marki með því að gera sér mat úr verkefnum og unaði œvidaganna eft- 348 ir föngum. Hvorugur flokkurinn árœð- ir að standa opineygður andspœnis þeirri staðreynd, að dauðinn, tortím- ing einstaklingsins, útþurrkun sjálfs- ins, hefur það I för með sér, að líf einstaklingsins verður gjörsamlega til- gangslaus fífladans, sem hefst með marklausu árœði og óraunsœjum framtíðarórum dauðadœmdrar œsku, en lýkur með því, að allt það, sem okkur dreymdi, allt okkar starf og strlð, verður að engu, þegar meðvit- undin slokknar að fullu, og það, sem eftir manninn kann að Iiggja um stundarsakir, „máist burtu, hverfur, fer." Síðast greinda fullyrðingu hirði ég ekki um að sanna með rökum. I fyrsta lagi liggur hún I augum uppi. í annan stað hefur hún margoft verið sönnuð með rökum af mér betri mönnum síð- ustu hundrað árin. Verður auðvelt að draga þá rökleiðslu fram, ef einhver leitar eftir henni slðar. Dauðinn er ekki aðeins uggvœnleg staðreynd. Hann er hrœðilegasta stað- reynd mannlegrar tilveru. „Tilvera til dauða" er gjörsamlega innihalds- laus. Gegnum þá grlmu, sem við ber- um, sér I „auðn og tóm" og ekkert annað. Þeim ósköpum hrindir enginn upphugsaður „tilgangur" hraðfleygra œvistunda, sem I nœstu andrá munu hverfa I Ginnungagap eyðihgar °9 gleymsku. Enn er til hópur manna, hinn fiórði. Sá hópur horfist I augu við hvorf tveggja, dauðann og tiIgangsleysið mœtir þessum staðreyndum með °r' vœntingu, allt frá þeirri stundu, er þcel’ renna upp fyrir mönnum þessum, Tl dauðadags.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.