Kirkjuritið - 01.12.1974, Side 71
un mannsins að frelsa lífið undan
slikum fjötrandi hugsunum. Sá Heilagi
Andi, sem starfar að frelsun manns-
ins undan hinum deyðandi og tortím-
andi öflum tilverunnar, getur notað
aðra farvegi en kristna kirkju, hann
>,blœs þar, sem hann vill" — og jafn-
vel í tónleikasölunum, leikhúsunum
eða sýningarsölunum. Fullkomnari
belgisiðir, þar sem „talað" er með
breyfingum, uppstillingum, myndum
°9 kannski líka orðum er eitt af því,
sem kirkjan þarf að endurheimta
aður en aðrir eigna sér það. En einn-
'9 á þessu sviði þarf trúfesti við hefð-
lna að haldast í hendur við trúfesti
v'ð samtímann öðruvísi á engin end-
arnýjun sér stað.
Symbolon (gr.) og symbolum (lat.) eru
bau orð, sem notuð eru yfir játningar
°9 tákn (symból) jöfnum höndum.
Játning er í eðli sínu tákn.
Tákni má líkja við glugga, sem horft
er 1 gegnum út til þess raunveruleika,
sem táknið opinberar.
Skírnin var eitt af höfuðviðfangs-
efnum þessarar ráðstefnu. Þar er um
að rœða hið svokallaða „ekumeniska
Sakramenti", sem allir kristnir menn
9eta sameinast um í víðum skilningi,
n°kkuð, sem ekki er hœgt að segja um
Qbarisgönguna eða játningarnar.
Skírnin er symbólsk athöfn, sem notar
^aknrœnar hreyfingar og hluti í stað
°rða. Hið sama er reyndar að segja
Urn altarissakramentið, það er einnig
sVmból. Ef til vill eigum við nútíma-
rnenn svo erfitt með að meðtaka vínið
°9 brauðið vegna þess að (trúar) lífið
er meira stílað upp á orð og skyn-
samlega formaðar hugsanir en skynj-
un og óorðaða upplifun.
Játningin er fomúlering trúarsam-
félagsins á innihaldi trúarinnar, án
hennar vœri kirkjan byggð á ruglandi
skoðunum, þess vegna kemst kirkjan
ekki af án játninganna. Hins vegar
er játningin aðeins þetta. Hún er meira
í œtt við tilbeiðsluna en skynsamlega
hugsun, hún er ekki heimspekileg nið-
urstaða, heldur á hún meira skylt við
önnur symból kirkjunnar í formi
mynda, sálma, bygginga, skrúða o.
s. frv. Ein elzta trúarjátning kirkjunnar
er fiskurinn, vegna þess, að gríska
orðið fyrir fisk er myndað úr upphafs-
stöfum orðanna: Jesús Kristur Guðs
Sonur, Frelsari. En Tertullian kirkju-
faðir auðgar merkingu fisktáknsins
enn meir, þegar hann segir, að við
kristnir menn séum litlir fiskar. Við
erum fœdd af Fiskinum — og við
fœðumst í vatni (skírnarlaug)! Ekkert
tákn má öðlast svo mikið vald í sjálfu
sér, að það hœtti að sjást i gegnum
það. Þá verður það skurðgoð, athygl-
inni er beint til þess, en ekki að því,
sem það á að benda á. Maríumyndir
kaþólsku kirkjunnar eru dœmi um
þetta. En játningarnar eru líka symból,
sem eru í sömu hœttu. Meðan hœtta
rómversku kirkjunnar liggur að þessu
leyti í mynddýrkun hefur hœtta lút-
hersku kirkjunnar legið í játninga-
dýrkun, margir sértrúarflokkar hafa
lent í dýrkun einstakra trúfrœðiatriða
eða jafnvel dýrkun einstakra manna.
Þegar symból verða að skurðgoðum
hœttir maðurinn að sjá í gegnum þau
og þau fá vald yfir manninum og
verða þá oft á tíðum þrúgandi. Þegar
sköpunarmáttur mannsins afvegleiðist
357