Kirkjuritið - 01.12.1974, Síða 92
sakramentisins. Sakramentið vœri full-
gilt ón trúar. Öll kenning þeirra mót-
aðist þannig af þeirri hugsun, að prest-
urinn framkvœmdi breytingu með
fórninni).
Lúther leggur óherzlu ó raunveru-
lega nólœgð Krists (real presens) í
sakramentinu þegar i upphafi. En
hann leggst gegn kenningunni um
gjörbreytingu efnanna (transubstanti-
atio, oft nefnd eðlisbreytingarkenning-
in) með framsetningu sinni ó sam-
eðliskenningunni (consubstantiatio, þ.
e., að Kristur sé í, með og undir brauði
og víni).
Þessi kenning Lúthers kemur fyrst
fram í riti hans ,,Um Babýlóníuher-
leiðingu kirkjunnar". Þar fullyrðir
hann, að líkami og blóð Krists séu
nólœg í óumbreyttu brauði og vini.
I bréfi skrifuðu 1524 jótar Lúther, að
í deilunum við Rómarkirkjuna hafi
komið að sér sú freisting, að túlka
innsetningarorðin ó tóknrœnan hótt.
Þó hafi hinn greinilegi texti innsetn-
ingarorðanna forðað sér fró því. Þess
vegna segir hann líka, að miklu rétt-
ara sé að drekka blóð með pófanum
en aðeins vín með vingltrúarmönnun-
um.
( riti um kvöldmóltíðina fró 1519
segir Lúther: „Þegar við etum brauð-
ið og drekkum vínið breytist það
inni í okkur." Hann leggur þó mikla
óherzlu ó „sakramenti kcerleikans",
þ, e. „communio". Kenning hans um
kirkjuna sem samfélag heilagra,
„communio sanctorum", byggir svo ó
þeim grunni. Þessir óþreifanlegu hlut-
ir, brauð og vín sannfœra okkur um,
að við tilheyrum andlegum líkama
Krists, nóðarsamfélaginu. Þarna hefur
llkami og blóð nokkuð tóknrœna
merkingu.
En kenning Lúthers þróast ófram.
Árið 1520 kemur út annað rit um
kvöldmóltíðina. Þar leggur Lúther
óherzlu ó, að meginatriðið í sakra-
mentinu sé loforð Guðs, sem ávallt
er um fyrirgefningu syndanna. Inn-
setningarorðin eru það, sem skiptir
mestu máli. Lúther segir, að innsetn-
ing kvöldmáltíðarinnar sé hinzti vilji
Jesú. Innihald þess sakramentis er
fyrirgefning syndanna og eilíft líf-
Samkvœmt því skiptir mestu máli fra
hlið mannsins, að taka við þvl í tru.
Kristur skilur eftir líkama sinn og b'óð
sem tákn um fyrirgefningu syndanno
og til að styrkja trúna. Mikilvcegi hinn-
ar raunverulegu nálœgðar (real pres-
ens) Krists í kvöldmáltíðinni, liggur 1
því, að líkami og brauð eru tákn fyrir-
heitisins um fyrirgefningu sydanna.
Menn þurfa á einhverju slíku tákm
að halda ásamt orðinu. Þess vegno
setur Jesús brauð og vín sem ytn
merki, tákn um blóð og líkama. I inn'
setningarorðunum felst nákvœmleg0
allt það, sem þau fjalla um.
Að endanlegri niðurstöðu um kvöld-
máltíðina komst svo Lúther á árunum
1527—28. Hann skrifar „Gegn hinum
himnesku spámönnum" árið l52u-
Þar leggur hann mikla áherzlu á raun-
verulega nálœgð (real presens), e°
lýsir samt sakramentinu sem „íagnað'
arerindinu". Syndarar, sem iðrast,
skulu fara og fá styrk, ekki vegnCI
brauðs og víns eða líkama og blóð5
heldur vegna orðsins, sem í sakra-
mentinu er sett fram og gefur líkama
og blóð Krists, sem úthellt er fyr'1
syndarann.
378