Kirkjuritið - 01.09.1976, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.09.1976, Blaðsíða 34
var í sjálfu sér bæði hlægilegt og raunalegt, en þó hefði ekki verið neitt sérstakt við það að athuga nema vegna hins einkennilega innri Ijóma, sem stafaði af ásjónu hans í gegnum hið tötralega útlit, og þá innilegu lífs- gleði sem hann augsýnilega bjó yfir. ,,Ég er ekkert nema gleði,“ sagði hann, ,,olo chara-olo chara“, aftur og aftur í ræðu sinni. „Hefði ég nokkra ástæðu til að segja það, ef það væri ekki satt?“ Hér var um röksemd að ræða, sem ekki var þægilegt að mæla á móti. Hvað gat komið þessum manni, eða öðrum, sem voru líkt skapi farnir, til að tala á þessa leið, ef þeir voru ekki fullkomlega einlægir? Menn segja að vísu sitt af hverju um sjálfa sig, sem ekki er hægt að taka alvarlega, jafnvel þótt þeir trúi því sjálfir, að þeir séu að segja satt, þegar þeir telja raunir sínar eða miklast af afrekum sínum. En þegar menn, að athuguðu máli, staðhæfa hiklaust, að þeir séu hamingjusamir og að þeim líði á allan hátt vel, þá er það bæði fráleitt og gagnslaust að þykjast vita betur. „Þegar sólin hleypur á himinbogan- um, þá fagnar hún eins og ungur mað- ur, sem hraðar sér á fund unnustu sinnar," hélt Awakum áfram ræðu sinni, „eða svo segja þeir Davíð og Barúk. Stjörnurnar eru glaðar, þær Ijóma af fögnuði, hver á sínum stað. Drottinn kallar á þær, og þær svara: „Hér er ég.“ Þær kasta Ijósi á veg- ferð skapara síns með fögnuði. Gleði Guðs í himingeimnum heldur allri sköpun í skefjum, og innan sinna tak- marka. Gleðin heldur skaparanum og sköpunarverkinu hvoru að öðru, en þunglyndið sundrar þeim. Ég fagna því, að ég get glaðst í þér, segir ' sálminum. Gleðin er sambandið við Guð, einingin í og með honum. Mað- urinn er skapaður til að fagna, en ekki til að hryggjast, til að hlæja, en ekki til að gráta. Hversvegna eru falsguð- irnir gleðisnauðir, en hinn sanni Guð uppspretta gleðinnar? Trúið mér, fals- guðirnir heimta borgun fyrir hverja „gleðistund", sem þeir veita mönnuni' En gleðin í Guði kostar ekkert. Ég 9ei t. d. ekki goldið hana, því að ég e ekkert til í þessum heimi. Það er ekki aðeins ég, sem tala á þessa leið- Bræður mínir víðsvegar, sem eiga ekk- ert nema Guð, tala nákvæmlega eins og ég. Þannig tala allir, sem eru fullir af fögnuði Drottins." Þannig mælti þessi einkennileð1 maður. Hann talaði ört, skýrt og skipU' lega með tilhlýðilegum áherzlum- Stundum greip hann svo þétt um stól' bríkina, að hvítir hnúarnir eins °9 skárust upp úr gulu skinninu á hönd' um hans. Hann hélt áfram og m®K'- „Sú var tíðin, að einnig ég var hrygð' ur, feiminn, sárþjáður af smæðar- kennd, tómleika og þunglyndi. En Þa^ er löngu liðin tíð. Nú þekki ég aðeins gleðina." Við komumst síðar að því, að hann hafði dvalið tuttugu ár á stað, seíT1 nefnist Emería, í hellisskúta á suður' hlíð Fjallsins helga. Sem sagt, hann var alinn upp og menntaður í eýð' mörkinni. Barnaskólanámi hafði hann ekki lokið í æsku sinni, og aldrei síðan setið á skólabekk. En nú virtist hann hafa heilt bókasafn á minnisspjöldurTI sínum. 192
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.