Kirkjuritið - 01.09.1976, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.09.1976, Blaðsíða 40
— og fríður sýnum. Lauk gagnfræða- prófi 1910, þá 15 ára, og hóf mennta- skólanám í Reykjavík um haustið. Æskilegt þótti að móðir hans flyttist með honum suður. En þetta var því aðeins hægt, að hún hefði öll börnin hjá sér. Var þessi háttur hafður á öll menntaskólaárin. Veikindi bárust brátt að höndum. Þegar fyrsta veturinn lá Björn í brjósthimnubólgu. Vorið 1913, skömmu áður en próf hófust, sýktust bæði, Björn og móðir hans, af tauga- veiki og lágu þungt haldin fram eftir sumri. Hann tók því ekki stúdentspróf- ið fyrr en um haustið, en þá með góðri einkunn. Sigldi þegar að því loknu og innritaðist í náttúrufræðideild Kaup- mannahafnarháskóla. Bjó á Garði og naut Garðsstyrks, en fleytti sér að öðru leyti fjárhagslega með ígripavinnu. Eft- ir þriggja vetra nám (vorið 1916) varð hann fyrir slysalegri ofkælingu og veiktist hastarlega af einhverskonar brjóstkröm, er læknar töldu vera berkla. Svo reyndist þó ekki vera. Þegar hann var ferðafær eftir 2 mán- aða sjúkrahúslegu, hélt hann heim til íslands. En fyrir þvi er þessara veik- indaáfalla hér nánar getið, að þau virðast hafa hnekkt meðfæddri hreysti hans. Var hann síðan löngum heilsu- veill, allt fram á efri ár. Áberandi varúð hans gegn ofkælingu kom sumum þeim, er ekki þekktu til, einkennilega fyrir sjónir. Um haustið féllst móðir hans á að fara með honum til Kaupmannahafnar. Var yngsti sonur hennar, Þór, með í þeirri för. (Aths: í minningarorðum um séra Björn, sem birtust í Degi 18. ág. 1976, er það mishermt, að frú Ingi- björg færi til Kaupmannahafnar 1913. 198 Björn fór þá einn síns liðs). Nú bjó hún þeim þar heimili til vorsins 1918. Hafði Björn þá lokið fyrrihlutaprófi í náttúru- vísindum með háum einkunnum (þ. á. m. ágætiseinkunn í efnafræði). Var það jafnframt kennarapróf í eðlisfræði og efnafræði. Þegar móðir og synir hurfu aftur heim til islands þetta sumar, hafði Björn ákveðið að gjörast prestur. Ö- neitanlega féll honum það þungt, að skiljast við vísindanámið í Kaup- mannahöfn, en til þess voru engin efni. Hins vegar var honum tilhugsun um prestskap fyllilega Ijúf, því að frá barnæsku var hann innilega trúaður og bænrækinn. Auk þess var hann nú bundinn við unnið heit. Um haustið hóf hann guðfræðinám við Háskóla íslands og lauk því á þrem vetrum- Annan veturinn var hann jafnframt stundakennari við Kennaraskólann- Eftir kandídatsprófið (2. eink. betri) vorið 1921 kenndi hann einn vetur við MR og Verzlunarskólann. Var vígður 27. júní 1922 til Ásaprestakalls (Fa Þykkvabæjarklaustursprk.) í V-Skafta' fellsprófastsdæmi og þjónaði því í 11 ár. Þá Brjánslæk í 2 ár. Þá Höskulds- stöðum á Skagaströnd í 6 ár. Fékk Þa lausn frá embætti og settist að 1 Reykjavík. Taldi sig geta orðið trúat' legum og þjóðlegum hugsjónum sín- um þarfari með því að einbeita sér að ritstörfum. En ritstörf hafði hann Þa (1941) haft með höndum á annan ára- tug. Árið 1930 kom út ritið „Vestur- Skaftafellssýsla og íbúar hennar". Hu9' myndin og ritstjórnin var séra Björus- Ritinu var mjög vel tekið, og jók Það honum áræði. Þegar á næsta ári 9erð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.