Kirkjuritið - 01.09.1976, Blaðsíða 59

Kirkjuritið - 01.09.1976, Blaðsíða 59
fjögur, sem vér nefnum guðspjöll, og síðar voru tekin upp í Nýja testa- rnentið, eru sagnir, þar sem orðum og urnmælum er skotið inn í frásögnina, Þar sem þurfa þykir og nauðsyn ber fil. Hyggjum nú nokkuð að þessum sagna-þætti guðspjallanna. Athugum fyrst Markúsarguðspjall. Frá því er sagnaefni Matteusar og Lúk- asar einkum runnið. Það hefur trúlega 0r3ið til á árabilinu milli 65 og 70 e. Kr. eða þar um bil. Um þær mundir var fyrsta kynslóð kristinna manna að d®yja út, þótt þá hafi líka margir verið lifs, sem mundu atburðina. Ekki verður Urn það sagt, hvort Markús hefur verið rneðal þeirra. Svo kann að hafa verið. En fátt er það í riti hans, sem bendir til hann hafi verið sjónarvottur að því, Sem hann segir frá. Guðspjallið ber v°tt um atorkusaman efnissafnara, en fremur lítinn rithöfund. Hann skráir Þsð efni, sem honum berst í hendur, en hirðir lítt um að endursegja það á Persónulegan hátt. Að þessu leyti er hann ólíkur Lúkasi, sem ritar með list- r®n sjónarmið í huga, auk þess sem f’snn leitast við að færa atburðina í sem næst ,,rétta“ tímaröð. Hann er og 1 Þessu efni ólíkur Matteusi, sem ritar m_e3 hliösjón af kennslufræðiiegri hag- nýtingu efnisins. Ekki má skilja þetta Sv°, að skipulag sé með öllu fjarri í Verki Markúsar. En uppsetning öll er n°kkuð losaraleg og frjálsleg og stíll- 'nn fremur hrjúfur og óheflaður. Maður l8er það á tilfinninguna, að verið sé að Se9ja sögu á munnlegan og óformleg- Sn hátt, og að þeir menn séu ekki alls- Jarri, ,,er frá öndverðu voru sjónarvott- ar °9 síðan gjörðust þjónar orðsins“, Sv° vitnað sé í Lúkas. Hjá Lúkasi eru ,,þjónar orðsins" hinir fyrstu, kristnu trúboðar. Með því að skýrgreina efni rits síns sem „guðspjallið um Jesúm Krist“, fremur en „minning- ar um Jesúm“ eða eitthvað slíkt, und- irstrikar Markús það markmið sitt að halda áfram, þótt í riti sé, því verki sem trúboðarnir unnu í töluðu orði. í gjörvöllu Nýja testamentinu merkir orðið „guðspjall" ævinlega hinn kristna boðskap eins og hann er prédikaður, hið prédikaða orð. Það var ekki fyrr en síðar, að „guðspjair fór að þýða bók um Jesúm, svo sem nú er. Þessi breyting á merkingu verður líklega óbeint og að sumu leyti rakin til Markúsar og verka hans. Hvernig fluttu „þjónar orðsins" er- indi sitt? Vér fáum vísbendingu um það í síðara bindinu af verki Lúkasar3), er vér skoðum ræðu-bútana, sem þar eru varðveittir af hinni kristnu prédik- un. Þessar ræður sýna í sem stystu máli, að „þjónar orðsins“ hafa boðað eftirfarandi: Saga ísraels, sem stjórn- að er af Guði, hefur nú náð hámarki, „tíminn er fullnaður". Nýtt tímabil er hafið. Nýr ísrael hefur orðið til, nýtt samfélag. Nú stendur til boða fyrir- gefning hins liðna, kraftur andans handa nútíðinni og von handa fram- tíðinni. Þetta nýja samfélag byggir á Messíasi, sem Guð hefur sent í heim- inn, og hann er enginn annar en Jesús frá Nasaret, sem fyrir skömmu var krossfestur, en er nú risinn upp frá dauðum. Þessi stórkostlegu vatnaskil eru þannig tengd ævi Jesú, ferli hans frá jötunni til krossins. Og nú er það æði mikilvægt að hafa áreiðanlega vitneskju um þetta. Þessa vitneskju vill Markús láta mönnum í té. Hjá honum 217
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.