Kirkjuritið - 01.09.1976, Qupperneq 46
Minning
Síra
Hristinn Stefánsson
áfengisvarnaráðunautur
Hinn 9. marz sl. var gerð frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík útför síra Krist-
ins Stefánssonar, fyrrverandi skóla-
stjóra og áfengisvarnaráðunautar, að
viðstöddu miklu fjölmenni. Með honum
er fallinn frá einn mikilhæfasti forystu-
maður vor íslendinga á sviði menn-
ingarmála og félagsstarfs, maður, sem
auðnaðist að verða leiðtogi mikils
fjölda manna sem skólastjóri, prestur
og foringi bindindissamtaka um ára-
tugi.
Sá, er þetta ritar, átti þess kost að
verða náinn kunningi síra Kristins og
fylgjast með störfum hans á ýmsum
sviðum. Verða því þær minningar, sem
hér eru birtar, tengdar kynnum okkar
fyrst og fremst, og eru lesendur beðn-
ir að virða það til betri vegar.
Leiðir okkar síra Kristins lágu fyrst
saman í fjórða bekk Menntaskólans í
204
Reykjavík, sem þá var eini mennta-
skóli landsins. Kristinn hafði þá lokið
gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla
Akureyrar, undir handleiðslu hins mik-
ilhæfa skólameistara Stefáns Stefáns-
sonar, en Brynleifur Tobíasson var
kennari hans í íslenzku og sögu, °9
lagði undirstöðu, sem Kristinn byggð'
traustlega ofan á, enda munu þessar
greinar hafa verið kjörgreinar hans
flestum öðrum fremur. Lagði hann
snemma stund á að vanda málfar sitt
í ræðu og riti, jafnframt því sem hann
gerðist brátt einn rökfastasti og snjall'
asti ræðumaður í hópi skólafélag3
sinna, og þótt lengra væri leitað,
þroskaði hann þessa hæfileika sína
með aldrei og reynslu, svo að mörg-
um hefur orðið minnisstætt.
Svo skipaðist, að ég kynntist brátt
Kristni Stefánssyni betur en flestum