Kirkjuritið - 01.09.1976, Side 52
unnt að finna rúm fyrir trúarofsókna-
vandamálið — innan marka þeirrar
umfangsmiklu starfsemi, sem fékkst
við stjórnmála- og hernaðarátök, kyn-
þáttamisrétti, félagslegt ranglæti, af-
stöðuna milli ríkra og fátækra þjóða
o. s. frv.: ,, — Heimurinn fékk ekki að
heyra mynduga raust Alkirkjuráðsins,
þegar hin rússneska kirkja var að hálfu
lögð í auðn. Rödd Alkirkjuráðsins
heyrðist ekki heldur, þegar kristinn
dómur var afnuminn með lögum í hinu
mikla Kínaveldi. Þegar gengið var milli
bols og höfuðs á trúfélögum í Albaníu
heyrðust engin áköf andmæli frá Al-
kirkjuráðinu.
Bréf þeirra Jakunins og Regelsons
til Nairobiþingsins olli vandræðum og
úrræðaleysi hjá þingstjórninni. Rússn-
ensku fulltrúanefndirnar hófu þegar ár-
ásir á bréfritarana og tóku jafnframt
öll tvímæli af um það, að þeir mundu
öllu til kosta að hindra, að farið yrði
að ræða um trúarofsóknirnar. Engar
aðrar fulltrúanefndir kröfðust þess, að
bréfið yrði tekið á dagskrá. En fram
kom ályktunartillaga með harðri gagn-
rýni á stjórnvöld Sovétríkjanna. Fyrir
góða aðstoð þingstjórnarinnar, — sem
sumir mundu eflaust nefna hand-
leiðslu, tókst Rússunum að stöðva
ályktun, sem ekki var á neinni tæpi-
tungu. Rétt áður en þingfulltrúar fóru
hver til síns heima, var að lokum sam-
þykkt bitlaust ávarp til Sovétsam-
bandsins, með almennu orðalagi og án
brodda.
Um miðjan maí birtist á Vestur-
löndum nýtt skjal, er mikla athygli
vakti, frá djörfum fulltrúa rússnesku
rétttrúnaðarkirkjunnar, prestinum Serg-
ej Sjeludkov. Sárbitur ritar hann Pott-
er aðalframkvæmdastjóra og fjallar um
meðferð heimsþingsins á bréfi þeirra
Jakunins og Regelsons. „Kristnirmenn
tala um kærleika á sameiningarþing-
um, en í breytni koma þeir fram sem
miskunnarlausir menn...,“ ritar hann.
„i dag ræðir Sakharov um þjáningar
Krists í fangelsinu. Alkirkjuráðið þeg-
ir, — steinþegir... Hið 5. heimsþing
kom saman undir yfirskriftinni ,, Jesús
Kristur frelsar og sameinar“. Átakan-
lega hljómar slíkt nú, þegar vér vit-
um, að heimsþingið veigraði sér við
að taka upp vörn fyrir þá, sem eru
fangar vegna samvizku sinnar, sveik
þá í raun og veru, og auglýsti þar með
eigið ófrelsi sitt. Alkirkjuráðið hafði
ekki kjark til að láta frá sér fara eitt
samúðaryrði. Ég lít á það sem mistök,
— söguleg mistök, — róttækan hnekki
fyrir einingar hreyfinguna eins og hún
er nú.“
Þeir eru margir, sem spurt hafa:
Hversu mátti svo fara, að það, sem
ætlað var til að sameina kristna menn
um allan heim, brygðist svo með öllu.
þegar kom að einingunni við þá, sem
ofsóttir eru og þjást vegna trúar sinn-
ar og sannfæringar? Hvernig gat svo
farið, að þessi stofnun, sem er svo fljó1
til orða um málefni á Vesturlöndum.
skuli í rauninni aldrei hafa nokkud
orð að segja til varnar kristnum brseðr'
um, sem örmagnast í fangelsum.
fangabúðum eða á geðveikrahælum 1
Sovétríkjunum? Hvernig mátti sV°
fara, að heimssamtök kirkna veitl
skæruliðasamtökum miklar fjárhssðir.
en gefi þó ekki einn eyri til stuðnings
ofsóttum, kristnum mönnum? Og ""
óhugnanlegust alls er þó e. t. v. ÞesSl
spurning: Hvernig gat svo farið, a^
210