Kirkjuritið - 01.09.1976, Blaðsíða 48

Kirkjuritið - 01.09.1976, Blaðsíða 48
Kristinn hinn færasti og vann hann óhemju mikið starf við að halda uppi starfi áfengisvarnanefnda um allt land og naut hann til þess ágætrar aðstoðar erindreka sinna, sem þráfalt voru á ferðum um landið í þeim erindum. Nokkru eftir komu sína til Reykja- víkur tókst Kristinn Stefánsson á hend- ur prestsþjónustu við fríkirkjusöfnuð- inn í Hafnarfirði, og tók prestsvígslu til þess starfa. í því starfi naut hann óskiptrar virðingar og hylli sóknar- manna sinna, og þar nutu hans ágætu hæfileikar sem ræðusnillings og leið- toga sín í ríkum mæli. Hans mun lengi minnzt meðal Hafnfirðinga sem eins hins snjallasta kennimanns, sem þar hefur starfað. Þegar síra Kristinn tókst á hendur embætti áfengisvarnaráðunautar, var fjarri því, að hann kæmi að því starfs- sviði sem nokkur nýliði. Hann hafði verið í áfengisvarnaráði frá stofnun þess 1954, og þannig fylgzt með störfum þess frá upphafi. En kynni hans af bindindismálunum áttu sér miklu dýpri rætur. Þegar á fyrsta ári sínu í guðfræðideild gerðist hann fé- lagi í góðtemplarastúkunni Mínervu, sem hans gamli kennari Brynleifur hafði gengizt fyrir að stofnuð yrði sjö árum fyrr af menntaskólapiltum. Var jafnan á þessum árum margt mennta- manna í þeirri stúku og mikið mann- val, þótt engir aðrir verði hér nefndir. En Kristinn gerðist brátt einn af styrk- ustu og áhrifamestu félögum stúkunn- ar, og starfaði einnig út á við að boð- un bindindis og meðal templara á víð- ara starfsvettvangi. Þar kom, að hon- umum var falin forusta reglu góð- templara, sem stórtemplar hennar, og gegndi hann því embætti í 11 ár, leng- ur en flestir aðrir, og sæti átti hann í framkvæmdanefnd stórstúkunnar til æviloka, eða í 33 ár samfleytt. í öllum ráðum reyndist hann hinn traustasti og athugalasti, kynnti sér málefni af kostgæfni og var fastur á sínum skoð- unum, þegar niðurstaða var fengin, en jafnframt hinn samvinnuþýðasti og lét aldrei þröng sjónarmið ráða gerð- um sínum. Kristinn Stefánsson var bæði sem stórtemplar og sem áfengisvarnaráðu- nautur og formaður áfengisvarnaráðs fulltrúi landsins út á við í samtökum bindindismanna og hefur tekið þátt ' fjölmörgum þingum og ráðstefnum um þau mál bæði utan lands og innan, og jafnan hafa tillögur hans og úrlausnir mála verið mikils metnar. Síra Kristinn var tvíkvæntur. Fyrrl konu sína, Sigríði Pálsdóttur, missti hann eftir 10 ára sambúð, glæsilega konu og góða húsmóður. Síðari kona hans er og hin ágætasta kona, Dag- björt Jónsdóttir húsmæðrakennari- Hefur hún veitt honum hina beztu umönnun í sjúkdómi hans síðustu misserin, og verið honum í öllu hinn Ijúfasti lífsförunautur. Öll eru börn síra Kristins úrvals manndómsfólk, og he^' ur þeirra verið áður getið í minninð' argreinum. Að lokum flyt ég fram alúðarþakkir mínar og konu minnar fyrir ævilang3 vináttu og tryggð, og votta fjölskyldu síra Kristins innilega samúð okkar- Björn Magnússon- 206
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.