Kirkjuritið - 01.09.1976, Side 73

Kirkjuritið - 01.09.1976, Side 73
akuryrkjubænda að kasta sæðinu fyrst á troðinn akurinn og plægja það síðan aiður í moldina. Hann hefur einnig bent á, að í dæmisögunni um Týnda soninn speglist arfsréttarreglur sam- fiðar Jesú, þar sem eldri sonurinn erfði föðurleifðina, en fékk ekki um- ráðaréttinn fyrr en við fráfall föðurins. Yngri sonurinn fékk þann arfshluta, soni faðirinn ákvað, greiddan út. Enn fremur má nefna ábendingu hans í sambandi við dæmisöguna um Týnda sauðinn, að enginn hirðir í Palestínu, skilji eftir hjörð sína í reiðuleysi. Þegar hifSirinn hefur taiið féð við nætur- hyrgið, felur hann hjörðina í vörzlu annarra fjárhirða, meðan hann leitar f!/ndra sauða. Jeremias dregur fram niö hefðbundna táknmál Gamla testa- nrontisins og samtíðar Jesú, sem í nrörgum dæmum gefur ótvírætt til kynna, að myndum líkingamálsins er ætlað að varpa Ijósi á m. a. samband ^oðs og manna og aðstæður manna á síðustu tímum. Ég get ekki látið öjá líða að vitna orðrétt í nokkrar lín- Ur’ sem fremsti fræðimaður okkar fima um líkingamál Jesú segir um lík- ln9ar hans. Jeremias segir: „Líkingar Jesú eru ekki — að minnsta kosti ekki fyrst og fremst — listaverk. Þeim er skki heldur ætlað að kenna almenn 9rundvallarsannindi í lífi Jesú, af al- SJórlega sérstökum ástæðum og í ó- yrirsjáanlegum aðstæðum. Yfirleitt, nánar tiltekið oftast, er um baráttu- ringumstæður að ræða, um réttlæt- mgu, vörn, árás, jafnvel ögrun. Lík- 'ngarnar eru ekki eingöngu, en að mestu, vopn. Sérhver þeirra krefst jVars á staðnum.'1 Hér líkur tilvitnun. eremias hefur jafnframt sýnt fram á með sannfærandi rökum, að flest myndorð, samlíkingar og líkingarorð notar Jesús í fræðslu lærisveina sinna. Það skal tekið fram hér, að sú flokkun líkingamálsins í ræðum Jesú í Samstofnaguðspjöllunum, sem hér er notuð, er ekki úr Nýja testamentinu. í Nýja testamentinu getur orðið dæmi- saga, sem er þýðing á gríska orðinu parabolé, þýtt myndræna framsetning, sem getur staðið sjálfstætt, jafnvel orðatiltæki (Lúk. 4:23, 6:39, Mark. 7:15), þó er orðið fyrst og fremst not- að, þar sem atburðarás er lýst mynd- rænt. Flokkun nútímafræðimanna (R. Bultmann), sem við höfum notað hér, er nauðsynleg til þess að ná tökum á efninu. Þessi flokkun tekur að hluta tillit til forms og lengdar og að hluta tillit til þess, hvernig líkingamálið er notað. Þessi flokkun felur í sér vissa einföldun, mörkin milli flokkanna eru ekki skýr. Til eru frásögur, þar sem álitamál er, hvort telja beri þær dæmi- sögur eða allegóríur. Slík frásaga er dæmisagan um Vondu víngarðsmenn- ina (Mark. 12:1—11). Það er ekki fræðilega leyfilegt, að álykta annars vegar út frá nútíma skilgreiningu um, hvað sé hrein líking, og hins vegar að flestar líkingar Jesú falla undir þá flokkun, að svo hafi verið um allar líkingar hans. Mannlegt atferli er oft- ast margbrotnara en við viljum stund- um vera láta. En víkjum nú að dæmum, sem við nefndum í upphafi þessa máls. Við höf- um nokkrum sinnum getið dæmisög- unnar um Týnda soninn (Lúk. 15:11— 32). Orðið dæmisaga er hér notað um myndræna frásögn, sem lýsir ein- stöku, sérstæðu tilfelli, þar sem mál- 231

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.