Kirkjuritið - 01.09.1976, Síða 18

Kirkjuritið - 01.09.1976, Síða 18
að hún segði, að menn gætu varla fengið líf sitt að nýju, ef svo mætti að orði kveða, nema þeir vildu leggja þetta nýja líf algjörlega í Guðs hendi, afhenda honum það til þjónustu við hann. Þetta væri afar mikilvægt með tilliti til guðlegrar lækningar. Ég minn- ist þess einnig, að hún sagði að marg- ir kæmu til Burrswood til að deyja. —Já, já. Það kemur fólk til að deyja, og Marina nefndi konu eina, sem var að deyja úr krabbameini, en átti ein- læga trú. Síðustu krafta sinna neytti hún til fyrirbæna. Hún bað sífellt fyrir sjúkum, sem ekki áttu trú. Það var hennar fórn fyrir aðra. Á þetta lagði Dorothy Kerin mikla áherzlu í prédik- un sinni. Sjálf var hún ekki hraust og átti við sjúkdóma að stríða eftir því sem á ævina leið. Hún taldi, að við ættum að vera reiðubúin að bera þján- ingar með öðrum og fyrir aðra. Hún lagði á það áherzlu, að í okkar þján- ingum ættum við líka hlut í þjáningum Krists og þjáningum mannkynsins, sem stynur og bíður endurlausnarinnar. Því brýndi hún og þeir í Burrswood það fyrir þeim, sem komu til að leita lækn- inga, að þeir bæðu engu síður fyrir öðrum og bæru með þeim þeirra þjáningar. Það var líka mjög áberandi, hversu allir virtust taka þátt í kjörum hvers annars. Ég heyrði marga segja frá reynslu sinni í þessum efnum. í starfsliðinu í Burrswood var kona ein, sem komið hafði til Dorothy Kerin ung stúlka. Hún var þá geðveik. Mikið var beðið fyrir þessari stúlku, en hún hafði aldrei viljað ganga fram og láta leggja yfir sig hendur, því að hún taldi sig heilbrigða. Fékk hún þó 176 stundum mjög alvarleg köst. Oft var talað um að flytja stúlkuna á sjúkra- hús, en það var ekki gert, vegna þess að Dorothy Kerin vildi ekki sleppa henni. Svo varð það, að kona nokkur korr> til Burrswood og var mjög veik. Þá sagði Dorothy Kerin við stúlkuna, að nú skyldi hún ganga fram undir yfir' lagningu handa fyrir þessa dauðvona konu. Hún gerði það og hlaut sjálf lækningu. Ég kynntist þessari konu mjög vel þarna og við urðum góðir vinir. Hún sagði mér þetta sjálf. — Það er þá svo að skilja, að Ia9l er upp úr því, að menn gangi fram, svo að hendur verði yfir þá lagðai" vegna annarra? — Já, það er nú svo og margir hafa gagnrýnt þennan þátt. Þeir í Burrs' wood hafa hins vegar lagt áherzlu a þetta og segja, að á þennan hátt taki menn þátt í þjáningum meðbræðranna og þannig reyni hver og einn að g&a eitthvað af sjálfum sér og miðla öðr- um. — Sé það hægt með þessurn hætti, — þá, — hví ekki það? LækningaguSsþjónustur — Þú nefndir í upphafi, síra KarL lækningaguðsþjónustur. — Varst Þu viðstaddur þær? — Já. Við hjónin vorum viðstödd þrjár slíkar guðsþjónustur, og það var mjög athyglisvert. Ég fann það á öllu. að fólki leið vel, það hlaut huggun oQ styrk. Það kom fram í samtali við Þa®' Fólk kom hvaðanæva að og sumt um langan veg til að taka þátt í þessum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.