Kirkjuritið - 01.09.1976, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.09.1976, Blaðsíða 8
Þá er Jesús hóf starf sitt meöal lýðs- ins eftir skírn sína og freisting, hvarf hann frá Nasaret og settist að í Kaper- naum, sem er að norðanverðu við Gen- esaretvatn. Kapernaum var einn margra bæja á Genesaretströndum. — Við Genesaretvatnið og í héraðinu umhverfis það var á þeim dögum all- þéttbýlt. Kapernaum var enginn afkimi. Öðru nær, hin mikla viðskiptaleið milli Afríku og Asíu, Via Maris, lá frá Egyptalandi upp með Miðjarðarhaf- inu. Þar sem sveigt var austur á bóg- inn, lá leiðin um Kapernaum til Dam- askus og síðan áfram norður og aust- ur. Rómverjar höfðu setulið og tollstöð í bænum. Það var þar, sem Jesús kall- aði tollheimtumanninn Leví, eða Matt- eus, sér að lærisveini. í Kapernaum bjuggu bæði kaupmenn, iðnaðarmenn og fiskimenn. Fiskveiðar voru mikils verður atvinnuvegur við Genesaret- vatn. Hinn júðski sagnaritari Jósef- us Flavíus, sem uppi var á árunum frá 38—100 e. Kr., eða þar um bil, segir frá því, að í Magdöium, bæ einum að vestanverðu við vatnið, 10 km frá Kapernaum, hafi verið 230 báta fiski- floti. Fjórir af lærisveinum Jesú voru fiskimenn að minnsta kosti. — Frá Kapernaum reikaði Jesús um bæi og byggðir í Galileu og víðar, en sneri jafnan þangað aftur. Hann kenndi og læknaði í samkunduhúsinu og í heimahúsum. Hann stóð í báti Péturs og talaði til fólksfjöldans á strönd- inni. í Kapernaum gerði Jesús fleiri kraftaverk en nokkurs staðar ella. Hann vakti upp dóttur Jaírusar og læknaði marga sjúka, og fólk kom til hans hvaðanæva. Kapernaum er ekki nefnd í Gamla testamentinu, en hennar er getið bæði í rabbínskum bókmenntum og elztu kristnu bókum. Hið hebreska nafn bæjarins er Kfar Nachum og þýðir þorp Nahúms, og júðsk sögn herm- ir, að spámaðurinn Nahúm sé grafinn þar. Á grísku voru nöfnin Kapernaum og Kafarnaum bæði notuð. Mynt og aðrir fornleifafundir sýna, að fólk hefur haft búsetu í Kapernaum frá því um 220 árum f. Kr. og liðlega til ársins 700 e. Kr. En þar var eins og tjald hefði verið fellt í sögunni- Enginn vissi, hver afdrif bæjarins höfðu orðið, og allt til vorra daga hafa þistlar og grös gróið á þeim sverði, sem huldi og enn hylur að mestu rústirnar af Kapernaum. Árið 1857 taldi enski fornleifafræð- ingurinn Edward Robinson sig hafa fundið samkunduhús í Kapernaum, 00 árið 1866 gróf enski landkönnuður- inn og fræðimaðurinn Charles Wilson, höfuðsmaður, upp nokkurn hluta þessa samkunduhúss. Hann hugði sig hafa fundið samkunduhúsið, sem rómverski hundraðshöfðinginn hafði byggt. (Lúk- 7,5.) Bedúínarnir, sem bjuggu á þess- um slóðum, sáu hversu mikinn áhuga Englendingarnir sýndu á þessu svaeð1 og héldu, að þar væri dýra fjársjóð1 að finna. Þeir hófu því að róta og grafó’ velta við steinum og mylja sundur mjög verðmætar fornminjar. Arabar, sem þarna höfðu bólfestu, komust a raun um, að þarna var að finna ti1' höggvið grjót í byggingar og drógu o- spart að sér. Að loknum miklum sannn' ingaumleitunum við Bedúína þá, selT1 áttu landið, tókst Fransiskanreglunnl að festa kaup á Kapernaum árið 189 166
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.