Jörð - 01.07.1944, Page 6

Jörð - 01.07.1944, Page 6
Sr. Böðvar Bjarnason: Kvæði flutt að Hrafnseyri 17. júní 1944 Lag: „Þú stóðst á tindi Heklu hám“. T HEIÐI Ijómar Ijósið bjart. Á lífs vors himin rennur dagur. Ná blikar röðull frelsis fagur. — En næturhúm er horfið svart. — Vér hefjum söng á láði’ og legi, og lofum Guð og fögnum degi. — Vér lijflum fána hátt við hún, fwí hann er frelsis dularrún. Ú, heill hér kæra fósturfold. Vér frelsi þínu gleðjumst yfir. Nú andar léttar allt, sem lifir, úr þinni sprottið móðurmold. — Vér heitum tryggð og trú af hjarta, og treystum glöð á framtíð bjarta. Þig framar gldrei fjötri bönd. Þitt frelsi verndi Drottins hönd. Nú kallar allt til starfs og stríðs. Því stefnum hátt að settu marki, og sækjum fram með festu’ og kjarki, að efla heillir lands og lýðs. Þig blessi Guð, vor góða móðir, og geislum varpi’ á þínar slóðir. Oss lýsi sannleiksljósið hans á leið að marki sannleikans. 148 JÖRÐ

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.